Framboð til stjórnar
Segðu okkur frá þér, hver ertu?
Er 60 ára samkynhneigður sis karl
Menntaður matreiðslumeistari og starfa sem yfirmatreiðslumaður hjá Seðlabanka Íslands.
Bý í Reykjavík með maka mínum Viðari Eggertsyni og hundinum Ísari.
Fyrri störf og reynsla hjá Samtökunum ’78 og hvaða reynslu munt þú koma með inn í Samtökin ’78
Enginn reynsla af störfum innan samtakanna ´78 en hef verið félagi frá árinu 2001.
Hef þó mikla hinseginn lífsreynslu.
Tilheyrt hinseginsamfélaginu frá því 1981, bæði hér heima og erlendis.
Reynslu mína , sem HIV jákvæður svo til frá byrjun faraldursins hef ég einning í fartaskinu, eða með öðrum orðum, er með svartabeltið í að tilheyra jaðarsettum útskúfuðum hópi fólks
Einnig hef smá reynslu af setu í stjórnum nokkra grasróta félaga, svo sem Sloow food og stuðning félaginu Alanó , sem og verið í stjón fyrirtækja. Hef verið í fyritækjarekstri og verið partur af því að skipuleggja stóra viðburði.
Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag?
Tel framtíð Samtökinn ´78 sé björt, og full ástæða til bjartsýni fyrir allt hinsegin samfélgið.
Frábært starf hefur verið unnið, sem ber að þakka fyrir og virða á sama tíma og nauðsynleg sjálfskoðun og framsækni þarf að eiga sér stað með reglulegu millibili .
Áfram veginn !
Hvað leggur þú höfuðáherslu á þegar kemur að starfi Samtakanna ’78?
Hef svo sem ekki einhvert mál er brennur á mér en vil gjaran verða að gangni í að brúa kynslóðabil og tengja ólíkar kynslóðir innan samtakanna sterkari böndum.
Einning vil ég halda afram að styrkja það ómetanlega starfs er hefur verið gert hingað til og að taka þátt í að halda áfram að móta framtíð Samtakanna ´78