Skip to main content

Anna Katrín Guðdísardóttir

Framboð í stjórn

Segðu okkur frá þér, hver ertu?

Ég er 34 ára gömul og nota fornafnið hún. Ég er gift yndislegum manni og móðir 1 árs stelpu. Ég starfa sem ráðgjafaþroskaþjálfi hjá Kópavogsbæ en ég er einnig með master í umhverfis- og auðlindafræði og er að vinna í masters gráðu í opinberri stjórnsýslu þar sem ég hef brjálaðan áhuga á að læra nýja hluti. Önnur áhugamál hjá mér eru sjósund, prjóna og að kynnast nýjum menningarheimum.

Fyrri störf og reynsla hjá Samtökunum ’78 og hvaða reynslu munt þú koma með inn í Samtökin ’78

Hef ekki tekið þátt í starfi Samtakanna áður en hef reynslu á því að vera í stjórn hinsegin félags Veru þar sem ég sinnti hlutverki gjaldkera og var að skipurleggja viðburði með þeim. Annars hef ég mikla reynslu af teymisvinnu sem ég tel að gagnist mér í stöðu sem þessari. Þá hef ég mjög góða samskiptahæfni og þekkingu á málefnum fólks með fötlun.

Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag?

Ég tel að samtökin séu að vinna rosalega góða vinnu og standi sig vel í þeim verkefnum sem þau sinna. Það er mikilvægt að halda því áfram ásamt því að leita frekari leiða til þess að gera enn betur. Ég tel að það séu mörg tækifæri fyrir samtökin til þess að styrkja sig en frekar, gera sig sýnilegri og höfða til fleiri hópa og langar mig til þess að hjálpa til við að auka árangur Samtakanna 78.

Hvað leggur þú höfuðáherslu á þegar kemur að starfi Samtakanna ’78?

Mér finnst mikilvægast að samtökin haldi áfram að vinna sitt frábæra starf í samfélaginu og finnst mér mikilvægt að leggja áherslu á að gera þau sýnilegri, aðgengilegri mismunandi hópum innan hinsegin samfélagsins og leita leiða til þess að gera þau sterkari fjárhagslega.