
Framboð til stjórnar
Segðu okkur frá þér, hver ertu?
Fyrrum stjórnarmeðlimur og gjaldkeri Hinsegin daga. Með BA gráðu í lögfræði og starfa sem markaðsstjóri BYKO.
Fyrri störf og reynsla hjá Samtökunum ’78 og hvaða reynslu munt þú koma með inn í Samtökin ’78
Hef ekki formlega unnið fyrir Samtökin en hef unnið náið með þeim í gegnum Hinsegin daga síðustu ár. Þekki félagið því vel og starfsfólk.
Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna ’78 í dag?
Staðan er betri í dag en hún hefur verið oft áður en það er alltaf hægt að gera enn betur.
Hvað leggur þú höfuðáherslu á þegar kemur að starfi Samtakanna ’78?
Áframhaldandi öflugt kynningar- og fræðslustarf. Rekstrarhæfni félagsins svo hægt sé að gera enn betur.