Laugardagur 22. mars

[English below] Þema Landsþings hinsegin fólks árið 2025 – Viðnám: Barátta í breyttum heimi – litast af stöðu hinsegin réttinda á heimsvísu og áhrifunum sem sú staða hefur á Ísland. Við lítum inn á við, lærum hvert af öðru og byggjum saman undir samfélag hinsegin fólks sem getur staðist það áhlaup sem nú er gert á mannréttindi okkar víða um heim.
Við hvetjum öll til að mæta og hlökkum til að taka á móti ykkur í Sykursalnum í Grósku. Gert er ráð fyrir góðum tíma á milli hvers dagskrárliðar svo fólk hafi tækifæri til þess að spjalla og hitta gamla vini og nýja.
Dagskrá [uppfærð á Facebook-viðburði]:
12-12:45 – Opnun landsþings
13-13:45 – Gleði og samfélag: Eldsneyti baráttunnar?
14-14:45 – Hvernig svörum við fordómum?
15-15:45 – Viðnámsþróttur: Sjálfshjálp og umhyggja á skrítnum tímum
16-16:45 – Europe: On the front line for human rights? [á ensku]
Aðgengi: Fullt aðgengi er að Sykursal fyrir fólk sem notar hjólastól.
Þarftu táknmálstúlkun? Í ár verður sá háttur á að þau sem óska eftir táknmálstúlk hafa samband sjálf við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Samskiptamiðstöð sendir svo reikning beint á Samtökin ’78.
// Resistance: Fighting in a Changing World
The theme of the 2025 Queer National Assembly – Resistance: Fighting in a Changing World – is based on the state of queer rights globally and the impact that this state has on Iceland. We look inward, learn from each other and together build a community that can withstand the onslaught that is currently being made on our human rights around the world.
We encourage everyone to attend and look forward to welcoming you to Sykursalurinn in Gróska. There will be ample time between each program item so that people have the opportunity to chat and meet old friends and new ones.
Schedule:
12-12:45 – Opening of the National Assembly
13-13:45 – Joy and community: Fuel for the fight?
14-14:45 – How do we respond to prejudice?
15-15:45 – Resilience: Self-care and community care in strange times
16-16:45 – Europe: On the Front Line for Human Rights? [in English]
Accessibility: Sykursalur is fully accessible for wheelchair users.
Events will be predominantly in Icelandic. Should you require whisper translation to English or other languages, please contact skrifstofa@samtokin78.is.

Hvað er landsþing hinsegin fólks?

Landsþing hinsegin fólks er fyrst og fremst kjörið tækifæri fyrir fólk að hittast.  Landsþingið er haldið í tilefni af aðalfundi Samtakanna ’78 en allt um aðalfundinn má finna hér.