Skip to main content

Aðalfundur Samtakanna ’78

6. mars, 2022

Framboð og fundargögn

Hér geturðu boðið þig fram í stjórn, tilnefnt einstakling í stjórn og svo skoðað þau sem hafa nú þegar boðið sig fram. Einnig geturðu sent inn lagabreytingatillögur og umsókn um hagsmunaðild. Öll framboð og tillögur birtast svo hér þegar frestur er liðinn.

Skoða framboðSkoða lagabreytingatillögurBjóða sig fram í félagaráðÁrsreikningar 2021Fjárhagsáætlun 2022Ársskýrsla 2021-2022

Dagskrá aðalfundar og önnur gögn

Í ár munu Samtökin ’78 fagna aðalfundi sínum af miklum krafti. Hefðbundin aðalfundardagskrá fer fram sunnudaginn 6. mars. Dagskrá og staðsetning verður auglýst síðar, fylgstu með!

Dagskrá aðalfundarSkráning á aðalfundVerklagsreglur kjörfnefndar

Spurt & Svarað

Hvað er aðalfundur?

Aðalfundur er æðsta vald og stofnun Samtakanna ’78, með öðrum orðum þá er aðalfundur sá vettvangur þar sem allt er ákveðið í Samtökunum ’78. Á aðalfundi er kjörin stjórn og félagaráð, ásamt því að fara yfir fjárhag félagsins og ræða öll mál. Einnig er samþykktum (lögum) félagsins aðeins breytt á aðalfundi.

Hvenær er aðalfundur?

Sunnudaginn 6. mars, 2022 klukkan 13.

Hvar er aðalfundur?

Aðalfundur 2022 verður haldinn í Iðnó, Vonarstræti 3. Kort

Er skylda að mæta á aðalfund?

Vissulega er það ekki lagaleg skylda en mögulega lýðræðisleg. Mjög gott er að mæta og eru allir félagar innilega hvattir til að sækja aðalfund.

Má hver sem er mæta á aðalfund?

Nei, því miður ekki. Aðalfundur er vettvangur fyrir skráða félaga Samtakanna ’78 sem hafa greitt félagsgjöld. Ef þú ert ekki viss um hvort þú sért skráður félagi, endilega hafðu samband á skrifstofa@samtokin78.is

Hvenær þarf ég að greiða félagsgjöld?

Fyrir fundinn. Félagsgjöld verða send út í heimabanka þinn 10. janúar 2022.

Ég er í félaginu en ekki með félagsskírteini. Af hverju ekki?

Félagsskírteini Samtakanna ’78 eru rafræn. Líklegasta skýringin á því að þú ert ekki með félagsskírteini er sú að mögulega er tölvupóstfang þitt ekki uppfært í félagatali Samtakanna ’78. Þú getur reddað því hér.

Ég er með reikning í heimabanka en vil greiða annað gjald. Er það mögulegt?

Algjörlega. Þrjú gjöld eru í boði og er það félaga algjörlega frjálst að velja hvað sem er. Uppfærðu félagsgjöldin þín hér.

Félaganúmerin eru komin aftur, mig langar í mitt gamla númer. Er það hægt?

Svo sannarlega er það hægt, svo lengi sem einhver er ekki komin/nn/ð með það númer. En þetta græjarðu hér.

Hvernig kýs ég?

Utan kjörfundar

Hægt er að mæta á skrifstofu Samtakanna ’78 og kjósa á pappír. Eins er hægt að óska eftir því að kjósa utan kjörfundar með rafrænum hætti, það gerirðu hér. Athugaðu að aðeins er hægt að kjósa utan kjörfundar til loka dags 4. mars.

 

Á aðalfundi

Framkvæmd kosninganna er á ábyrgð kjörnefndar. Skv. 7. dagskrárlið aðalfundar þá hefst kosning á kjöri til formanns, svo til stjórnar, þar á eftir í félagaráð og að lokum er kosið um skoðunarmenn reikninga.

Fyrst er kosið um formann. Í framboði eru tvö. Kjörseðlum er dreift á fundinum og félagsfólki gefinn tími til að kjósa. Að því loknu safnar kjörnefnd atkvæðaseðlum saman og telur í lokuðu herbergi. Að talningu lokinni þá kynnir kjörnefnd niðurstöður. Þar á eftir er hægt að kjósa um stjórn, svo félagaráð og að lokum skoðunarmenn reikninga.

Framkvæmd kosninganna er nákvæmlega sú sama í hverjum lið fyrir sig.

Athugið að í kjöri til formanns þá má að hámarki kjósa eina manneskju. Í kjöri til stjórnar þá má að hámarki velja þrjár manneskjur. Í félagaráð má að hámarki skrifa inn nöfn sjö manneskja. Skoðunarmenn reikninga mega að hámarki vera tveir.

Ég kemst ekki á fundinn, get ég kosið fyrr?

Heldur betur! Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 21. febrúar á skrifstofu Samtakanna ’78, Suðurgötu 3, 101 Reykjavík. Hægt er að kjósa á skrifstofutíma eða eftir samkomulagi við starfsfólk skrifstofunnar. Ef þú býrð erlendis eða langt frá skrifstofunni þá er möguleiki að fá kjörgögn send heim en kjósandi ber ábyrgð á því að atkvæði skili sér til baka fyrir 6. mars. Einnig er hægt að kjósa rafrænt utan kjörfundar, þú óskar eftir því hér.
Athugið að ekki er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar eftir 4. mars.

Leiðbeiningar á myndbandi