Skip to main content

Kosningar 2023

Hér geturðu kosið í stjórn Samtakanna ’78

Um kosningasíðuna:

  • Kosningasíðan er keyrð áfram af fyrirtækinu Júní Digital
  • Innskráningarsíða er í gegnum stafrænt Ísland, island.is
  • Þú notar rafræn skilríki eða íslykil til að auðkenna þig

Hvernig á að kjósa:

  • Þú hefur tvo valkosti, kjósa formann og kjósa stjórn
  • Til að kjósa formann smellirðu einfaldlega á „opna“
  • Þú velur að hámarki einn einstakling í formannskjöri
  • Þegar þú hefur valið þá ferðu yfir kjörseðilinn og smellir kjósa til að ljúka kosningu
  • Til að kjósa í stjórn þá smellirðu á „opna“ við hlið „Kosning: Stjórn“
  • Þú velur að hámarki þrjá einstaklinga
  • Þegar þú hefur valið þá ferðu yfir kjörseðilinn og smellir á kjósa til að ljúka kosningu

Mikilvægt að vita áður en þú kýst:

  • Til að vera á kjörskrá (til að geta kosið) þá þarftu að hafa greitt félagsgjöld 2023
  • Félagsgjöld hafa verið send í heimabanka þinn
  • Ef þú varst að skrá þig í félagið þá ætti krafa að berast í heimabanka þinn á næsta sólarhring
  • Kjörskrá er uppfærð í kerfinu okkar á hádegi, daglega fram að aðalfundi
  • Athugið, einungis er hægt að kjósa einu sinni

Ef vandamál koma upp:

  • Ef þú getur ekki skráð þig inn, kannaðu hvort þú hafir greitt félagsgjöld
  • Ef þú hefur greitt félagsgjöld en kemst samt ekki inn, prufaðu að endurræsa síðuna
  • Ef þú getur ekki skráð þig inn þrátt fyrir að reyna að endurræsa sendu tölvupóst á kosningar@samtokin78.is
  • Ef þú ert ekki með netbanka, hafðu samband á kosningar@samtokin78.is
  • Ef þú ert hvorki með íslykil né rafræn skilríki, hafðu samband á kosningar@samtokin78.is