Líflegar og eldheitar umræður spunnust á fundi um staðgöngumæðrun í Regnbogasal Samtakanna ´78 í gærkvöldi. Þær Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingiskona og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður voru frummælendur á fundinum. Þökkum við þeim kærlega fyrir frábært erindi. Fundargestir voru rúmlega þrjátíu og tóku flest allir þátt í umræðunum á eftir.
Samtökunum ´78 hafa borist eftirfarandi linkar og upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur og viljum við hvetja alla áhugasama sem luma á upplýsingum, linkum eða öðrum upplýsingum að koma þeim til okkar, svo umræðan geti haldið áfram, blómstrað og dafnað.
Staðganga stuðningsfélag stendur fyrir opnu málþingi um staðgöngumæðrun næstkomandi mánudag kl. 17:00 – 20:00 í Hringsal LSH við Hringbraut. Markmið málþingsins er að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um staðgöngumæðrun á Íslandi. Á málþinginu gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í umræðunni með þeim íslensku aðilum sem öðrum fremur geta talist til sérfræðinga á þessu sviði en þeir eru ekki margir eins og gefur að skilja.
Á frummælendaskrá eru m.a.
-
Guðmundur Araon sérfræðingur hjá ART Medica
-
Helga Sól Ólafsdóttir félagsfræðingur og doktorsnemi – Helga Sól hefur reynslu af staðgöngumæðrun í Finnlandi
-
Prófessor Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir á LSH
-
Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður
-
Fulltrúi frá Staðgöngu stuðningsfélagi
Í pallborðsumræður bætast svo eftirfarandi aðilar við:
-
Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í ráðgjöf vegna ófrjósemi og kynntist staðgöngumæðrun í USA
-
Katrín Björk Baldvinsdóttir formaður Tilveru
www.stadganga.com