Skip to main content
Fréttir

AÐALFUNDUR TRANS-ÍSLAND

By 23. apríl, 2007No Comments

Fyrsti aðalfundur Trans-Ísland verður haldinn í húsnæði Samtakanna ´78, Laugavegi 3 miðvikudaginn 25. apríl kl. 21. Allir skráðir félagar eru hvattir til að koma á fundinn en einnig aðrir vildarvinir félagsins, svo og annað fólk sem hefur áhuga fyrir framgangi hins nýja félags.

Fyrsti aðalfundur Trans-Ísland

Verður haldinn í húsnæði Samtakanna ´78, Laugavegi 3

Miðvikudaginn 25. apríl kl. 21:00

 

Dagskrá fundarins verður í samræmi við bráðabirgðalög félagsins sem jafnframt verða borin upp til samþykktar. Tillögur að lagabreytingum hinna nýju bráðabirgðalaga verða að hafa borist skriflega til bráðabirgðarstjórnar fyrir aðalfundinn, en að öðrum kosti verða bráðabirgðarlögin borin upp til samþykktar á fundinum.  Einnig verða bráðabirgðamerki félagsins borin undir saþykki fundarins sem og önnur mál sem fram koma á fundinum.

 

Hugmyndir að framtíðarstarfi og baráttumálum félagsins eru velkomnar. Einnig eru félagar hvattir til að koma fram með tillögur að fólki til stjórnar og nefndastarfa innan félagsins.

 

Allir skráðir félagar eru hvattir til að koma á fundinn en einnig aðrir vildarvinir félagsins, svo og annað fólk sem hefur áhuga fyrir framgangi hins nýja félags.

 

Kaffiveitingar

 

 

-Bráðabirgðastjórn Trans-Ísland

 

Anna J.  ( annajonna@gmail.com )

Anna K. ( annakk@simnet.is )

Anna M.

Leave a Reply