Skip to main content
Fréttir

Aðstandendur transfólks hittast í kvöld

By 30. apríl, 2013No Comments
Næsti fundur hjá hópi fyrir foreldra og aðstandenda transfólks er í kvöld ÞRIÐJUDAGINN 30. APRÍL kl. 20.00 í húsnæði Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Foreldrar barna í kynáttunarvanda eru sérstaklega velkomnir. 

Það er alltaf gott að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum og maður sjálfur og ræða málin opinskátt. Þarna gefst tækifæri á að spyrja spurninga og deila með öðrum upplifunum, jákvæðum og neikvæðum. Eins er þetta gott tækifæri til þess að afla sér upplýsinga um efni sem ekki alltaf er aðgengilegt.

Sigríður Birna Valsdóttir ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 leiðir hópinn. Sigríður er leiklistar- og fjölskyldumeðferðarfræðingur að mennt og hefur starfað sem meðferðarfræðingur í 10 ár. 

Frekari upplýsingar í síma 694 8313.

Leave a Reply