Skip to main content
Fréttir

Afmælishátíð Samtakanna ´78

By 24. júní, 2009No Comments

Samtökin ´78 fagna 31 árs afmæli sínu næstkomandi laugardag, 27. júní, á alþjóðlegum baráttudegi hinsegin fólks. Í tilefni af tímamótunum bjóða Samtökin félagsmönnum, aðstandendum og fjölskyldum þeirra auk velunnurum félagsins til afmælishátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hátíðin hefst klukkan 14 og stendur dagskráin fram til klukkan 16.

Skemmtiatriði dagsins verða ekki af síðri endanum. Hinir stórskemmtilegu Felix Bergsson og Haffi Haff munu sjá til þess að engum leiðist. Boðið verður upp á grillaðar pyslur og drykki.

Mannréttindaverðlaun Samtakanna ´78 verða veitt í þriðja skipti, en með þeim vill félagið heiðra einstaklinga, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir fyrir eftirtektarvert framlag í þágu mannréttinda og jafnréttis enda hefur ótrúlega margt áunnist á þeim þremur áratugum sem liðnir eru frá stofnun félagsins og fjölmargir lagt hönd á plóg.

Sjáumst öll í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum klukkan 14 næstkomandi laugardag!

Leave a Reply