Skip to main content
Uncategorized

Almenn hegningarlög

By 18. apríl, 2001No Comments

Greinasafn – Loggjof og politisk baratta

Með samþykktum laga nr. 135, 13. desember 1996, var greinum 180 og 233a breytt í almennum hegningarlögum. Þær eru nú eftirfarandi:
 

180. gr. [Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum … 1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

  • Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi.] 2)
    1) L. 82/1998, 91. gr. 2) L. 135/1996, 1. gr.
233. gr. a. [Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna] 1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar] 1) sæti sektum … 2) eða fangelsi allt að 2 árum.] 3)
1) L. 135/1996, 2. gr. 2) L. 82/1998, 126. gr. 3) L. 96/1973, 1. gr.

Leave a Reply