Skip to main content
Uncategorized

Ástin verður ekki látin á metaskálar

By 8. febrúar, 2005No Comments

„Sú eldskírn sem fylgir því að þegja tilfinningar sínar í hel getur vissulega haft þær afleiðingar að maður fer að biðjast afsökunar á öllu sem maður gerir og leita réttlætingar á sjálfum sér í baráttunni gegn fordómum og þröngsýni. Þetta getur gert mann brjálaðan. En á móti finnst mér það yndisleg tilfinning að geta stofnað til sambanda við konur sem ég elska. Ást verður aldrei látin á metaskálar og hver og einn verður að finna til fyrir sig. Ég vil hvetja þær stelpur sem eru að hugsa þessi mál að hafa óhikað samband við Samtökin, því að kynnast og sofa hjá er ekki bara lífsnauðsyn, heldur viss pólitík ef út í það er farið.“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir í Mannlífi 1987.

Leave a Reply