Skip to main content
Fréttir

Barack Obama markar skýra stefnu í málefnum LGBT fólks

By 24. janúar, 2009No Comments

Barack Obama forseti Bandaríkjanna bíður ekki boðanna og lætur verkin tala. Obama var ekki fyrr búinn að sverja eiðinn góða (reyndar tvisvar) en hann hóf að hreinsa til eftir forvera sinn sem fáir munu líklega sakna

Barack Obama forseti Bandaríkjanna bíður ekki boðanna og lætur verkin tala. Obama var ekki fyrr búinn að sverja eiðinn góða (reyndar tvisvar) en hann hóf að hreinsa til eftir forvera sinn sem fáir munu líklega sakna. Obama hefur sent skýr skilaboð um að mannréttindi beri að virða í einu og öllu og hefur boðað lokun Guantanamo sem og þeim fjölmörgu leynifangelsum sem forveri hans í embætti kom á laggirnar. En Obama lætur ekki staðar numið þar.

Á vef hvíta hússins má lesa stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar undir forustu Obama. Og stefnan er skýr í málefnum LGBT fólks.  Obama vill til að mynda útvíkka núverandi löggjöf sem bannar mismunun á þann veg að ekki megi mismuna á grundvelli kynhneigðar eða kynsamsömunar (gender identity). Obama er einnig á móti því að innleiða í stjórnarskrá landsins bann við hjónabandi samkyhneigðra. Þá skulu réttindi samkynhneigðra para í hjónabandi (civil union) tryggð til jafns við aðra þ.m.t. réttur samkynhneigðra para til ættleiðinga.

Stefnuyfirlýsingu Barack Obama má lesa um hér: http://www.whitehouse.gov/agenda/civil_rights/

Leave a Reply