Skip to main content
Fréttir

Nýr hinsegin skemmtistaður opnar

Nýlega opnaði nýr hinsegin sekmmtistaður í Reykjavík. Skemmtistaðurinn heitir Barbara og er á Laugavegi 22, sama stað og hinn vinsæli skemmtistaður ’22’ var til húsa.

Barbara opnaði formlega 6. mars mun skemmtanalífið í Reykjavík taka stakkaskiptum enda má búast við því að gleðigjafinn Barbara bleika muni láta til sín taka og gera það með stæl!. Á opnunarkvöldinu var boðið uppá allsherja háloftagleði en stuðdiskótekararnir DJ Nonni og Manni sáu um að halda uppi fjörinu. 

Að sögn Frímanns Sigurðssonar rekstrarstjóra er „staðurinn er fyrst og fremst ætlaður lesbíum, hommum og öðru góðu og jákvæðu fólki.“

Leave a Reply