Þá er komið út fjórða tölublað Hýraugans :: fréttabréfs Samtakanna ’78.
Í þessu blaði beinum við kastljósinu að eldri kynslóðinni okkar og könnum aðstæður hennar og þarfir. Ekki hefur farið fram mikil umræða hér á landi til dæmis um hinsegin öldrunarþjónustu, hvort þörf sé á slíku eða hugsað fyrir hinsegin einstaklingum innan elliheimila.
Við veltum fyrir okkur hinsegin sögu, bókmenntum, kynlífi eldra fólks og svo framvegis. Aðal viðtal blaðsins er við Ragnar Michelsen sem man tímana tvenna í samfélagi hinsegin fólks og hefur átt mjög viðburðaríka ævi.
Einnig eru í blaðinu ýmsar aðrar fréttir, myndasería frá afmæli Q og áhugaverð grein eftir Uglu Stefaníu um reynsluheim transmanneskju.
Blaðið má nálgast HÉRNA:
HÝRAUGAÐ >>> Facebook // Flickr // Youtube // Twitter // hyraugad@samtokin78.is
Allur réttur áskilinn. Allar tilvitnanir og önnur notkun efnis úr blaðinu þar með talin afritun, birting, fjölföldun og hvers kyns dreifing, er háð leyfi ritstjóra.