Skip to main content
Fréttir

Bolamátun

By 4. júlí, 2011No Comments
Félag Hinsegin Foreldra ætlar að taka þátt í Gay-Pride 2011, eins og undanfarin 3 ár. Við ætlum að endurtaka leikinn frá 2008 og allir þáttakendur munu klæðast eins bolum, merktum FHF, svo við séum sýnileg, samstíga og smart. Við biðjum alla þá foreldra sem ætla að taka þátt að senda okkur póst á gayforeldrar@gmail.com og láta okkur vita fjölda þáttakenda og fjölda vagna/kerru oþh. ATHUGIÐ AÐ NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG Í ATRIÐIÐ. Bolamátun mun fara fram fimmtudaginn 7. júlí milli kl. 16-18 í húsakynnum Samtakanna 78. Bestu kveðjur, FHF
 

Leave a Reply