Dagur rauða borðans
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn, þriðjudaginn 1.desember 2009
Opið hús, skemmtidagskrá og fleira að Hverfisgötu 69
Slagorð dagsins er!
,,Universal Access and Human Rights“
,,Jafnt aðgengi og jöfn mannréttindi um allan heim”
Að vanda verður opið hús hjá HIV-Ísland þriðjudaginn 1.desember.
Boðið verður upp á kaffihlaðborð og miklar hnallþórur milli kl. 16.00 og 19.00.
Við fáum góða heimsókn listamanna sem munu syngja og lesa fyrir okkur!
Verið öll hjartanlega velkomin!
Með góðum kveðjum
Einar Þór Jónsson
framkvæmdastjóri
HIV-Ísland alnæmissamtök