Næsta samverustund FAS verður miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:30, undir yfirskriftinni “Er þá enginn skápur lengur?”. Við ætlum að ræða þær skoðanir sem heyrst hafa, bæði hjá foreldrum og kennurum, að það sé ekkert mál lengur fyrir unglinga að gangast við því að vera samkynhneigðir, þar sem samkynhneigð sé orðin viðurkennd í þjóðfélaginu.
Næsta samverustund FAS verður miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:30, undir yfirskriftinni “Er þá enginn skápur lengur?”. Við ætlum að ræða þær skoðanir sem heyrst hafa, bæði hjá foreldrum og kennurum, að það sé ekkert mál lengur fyrir unglinga að gangast við því að vera samkynhneigðir, þar sem samkynhneigð sé orðin viðurkennd í þjóðfélaginu. Katrín Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Samtakanna ’78, mætir á fundinn og spjallar um þetta mál.
Fundarstaður: Félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4.h.
Allir aðstandendur samkynhneigðra eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og með því.