Þriðjudaginn 22. Maí 2012
Videokvöldin taka breytingum þessa viku því Eurovision er loks komið á ný!
Í stað bíómyndar verður Eurovision partý þar sem fyrri undanúrslit keppninnar verður sýnd þetta kvöld. Ísland keppir einmitt og er 2. í röðinni. Greta Salóme og Jónsi flytja lagið okkar „Never Forget“.
Hægt er að horfa á lagið á Youtube.
Við hlökkum til að sjá ykkur í brjáluðu Eurovision stuði!
Seinni undanúrslitin verða svo sýnd á opnu kvöldi á fimmtudaginn og KMK heldur svo alsherjar partý á laugardag og heldur Eurovision stemmingunni gangandi fram eftir kvöldi.