Aðstandendur og vinir geta leitað til Samtakanna '78 en hjá félaginu starfa félagsráðgjafar sem hafa mikla reynslu í því að ræða við aðstandendur samkynhneigðra. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa í síma 552 7878.
Til að taka fyrsta skrefið og nálgast sína líka finnst mörgum mikilvægt að geta rætt um líðan sína og tilfinningar í síma. Símtal til Samtakanna ´78 er oft fyrsta tækifærið til að ræða tilfinningamálin án þess að þurfa að koma fram og segja hver maður er. Eins færist það í vöxt að aðstandendur hafi sambandi vegna þeirra fjölmörgu spurninga sem geta vaknað.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Samtakanna '78 í síma 552 7878 á opnunartíma. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skrifstofa@samtokin78.is