Skip to main content
Fréttir

FAS – Aðalfundur og fræðsluerindi

By 24. maí, 2004No Comments

Tilkynningar Aðalfundur FAS verður haldinn miðvikudaginn 26. maí í félagsmiðstöð Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4.h. og hefst með erindi kl. 20:00-21:00. Aðalfundarstörf hefjast kl. 21:00.

Dagskrá:
kl. 20:00: Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræðingur flytur erindi: ?Tíðarandinn og líf samkynhneigðra: Kynhneigðarhroki, gagnkynhneigðarremba og félagsleg brennimerking.?

Dr. Sigrún Sveinbjörnsdóttir er þekkt fyrir skelegga og skemmtilega framsögu og opnar okkur nýjar víddir.

Kl: 21:00: Dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum FAS.

Félagar í samtökunum ´78 eru beðnir um að hvetja sitt fólk til að mæta á fundinn sem er öllum opinn.

Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra eru samnefnari fyrir alla þá sem standa að baki samkynhneigðum og láta sig varða heill og hamingju ástvina sinna.

Stjórn FAS

Leave a Reply