Við vekjum athygli á því að fræðslufundur með erindi
verður 25. janúar nk.
í fundarsal Þjóðarbókhlöðu – háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3
og hefst kl. 20:00.
Sigríður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
kynnir rannsókn sem hún gerði við Háskólann á Akureyri haustið 2004.
Yfirskriftin er:
Líðan foreldra samkynhneigðra:
Af hverju er ekki hægt að viðurkenna barnið mitt?
Fundurinn 25. janúar er öllum opinn og við hvetjum félaga til að mæta
og taka með sér gesti.
-Stjórn FAS