Skip to main content
FélagsstarfFréttirHagsmunabaráttaSagaViðburður

Fjölmennum á 1. maí

By 28. apríl, 2017maí 28th, 2020No Comments

Fjölmennum á 1. maí!

11:00 – Skiltagerð á Suðurgötunni
13:00 – Safnast saman við Hlemm
13:30 – Kröfuganga hefst

Samtökin '78 tóku fyrst þátt í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins fyrir 35 árum síðan, árið 1982. "Tiltækinu … ekki vel tekið af skipuleggjendum göngunnar," ritar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir í 30 ára afmælisriti félagins. "Ekki var þó amast við því að félagar Samtakanna ‘78 væru með þótt þeir fengju ekki formlega aðild að hátíðarhöldunum þennan dag. Þegar til átti að taka mættu þó aðeins tveir til að taka þátt. Það voru þeir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon eiginmaður hans. Þeir gengu fyrir framan lúðrasveitina Svan með tæplega þriggja metra langan borða, hvítan með tveimur bleikum þríhyrningum, sem á var letrað Atvinnuöryggi fyrir homma og lesbíur."

Samtökin munu taka þátt í göngunni árið 2017 líkt og mörg undanfarin ár, enda er réttindabarátta hinsegin fólks samofin baráttunni fyrir atvinnuöryggi. Á Íslandi er t.d. enn ekkert lögbann við mismunun á vinnumarkaði út frá kynhneigð, kynvitund eða kyneinkennum.

Við hvetjum öll sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í kröfugöngu og hátíðahöldum þennan dag, með sínu stéttafélagi og/eða Samtökunum '78. Ennfremur hvetjum við þátttakendur til að mæta með sína litríkustu fána og skilti sem endurspegla mikilvægi atvinnuöryggis fyrir hinsegin fólk. Suðurgatan verður opin frá kl. 11:00 fyrir þau sem hafa áhuga á að föndra sér skilti. Eitthvað af föndurvörum í boði en um að gera að koma með meira.

Þann 1. maí er starfsfólk Samtakanna '78 að sjálfsögðu í fríi og skrifstofan lokuð.

Ljósmynd: Alda Villiljós. Fleiri myndir Öldu úr göngunni 2015 má nálgast hér: https://samtokin78.is/frettir/nyjar-frettir/5848-samtokin-78-i-1-mai-gongunni-2015-myndir

Leave a Reply