Skip to main content
Uncategorized

Flærnar á rófunni

By 15. nóvember, 2005No Comments

Það er mjög stór hópur af hommum og lesbíum á Íslandi sem er í felum. Það er ekkert undarlegt. Ég veit um fólk sem hefur misst bæði vinnu og húsnæði eingöngu af þessari ástæðu. Sjálf hef ég misst húsnæði fyrir að vera lesbísk. Þarna gjöldum við þess að vera minnihlutahópur, á sama hátt og til dæmis útlendingar, sérstaklega þeldökkir. Margir samkynhneigðir hafa flúið land, þeir eru eiginlega sexúalpólitískir flóttamenn. Þetta er skrýtið því að í rauninni er heimurinn eins og hundur með flær; það þýðir lítið að fara að flokka hvaða flær eigi heima á rófunni og hvaða flær megi búa annars staðar á hundinum.

Guðrún Gísladóttir í Pressunni 1990.

Leave a Reply