Tökur á fræðslumyndböndum fyrir Samtökin 78
Dagana 2.-4. maí fara fram tökur á fræðslumyndböndum og viðtölum vegna framleiðslu á kennsluefni fyrir Samtökin ’78.
Við auglýsum eftir þátttakendum í eftirfarandi verkefni:
Verkefnið skiptist í þrjá hluta, þrjú myndbönd og kennsluefni í grunnskóla
1. Myndband og kennsluefni sem bera heitið “ÉG ER ÉG”
Þar leitum við eftir 40 manns; 5 samkynhneigðar konur, 5 samkynhneigðir menn, 5 pan, 5 trans, 5 bi, 5 asexual, 5 gagnkynhneigðir, 5 intersex.
2. Myndband sem ber heitið “Er þetta í lagi?” (orðræðan). Þátttakendur 20 manns,
segja okkur frá setningu, óviðeigandi spurningu sem einstaklingurinn hefur fengið, eða heyrt af fyrir framan myndvél.
3. Myndband sem ber heitið “Ég er ég, merkimiðar eru ekki fyrir fólk”, þátttakendur 20 manns, hópur af fólki í hvítum bolum, bolir með merkingunni “Ég er ég, merkimiðar eru ekki fyrir fólk”. Skrifar niður orð, stutta setningu sem táknar þann kassa, stimpil og merkimiða sem kemur frá þjóðfélaginu á límmiða sem við límum á bolinn.
Upplýsingar og skráning á heidurmaria@gmail.com Sími: 8666166