Forseti Íslands og verndari Samtakanna ‘78, Halla Tómasdóttir, kom og heimsótti Samtökin þriðjudaginn 26. nóvember 2024. Eftir stutta kynningu á starfsemi okkar átti stjórn félagsins og starfsfólk gott og innihaldsríkt samtal við forseta um stöðuna í hinsegin málefnum á Íslandi og á heimsvísu.
Halla var að sjálfsögðu leyst út með gjöfum, en hún fékk í hendur fyrsta Hýrasta jólatréð – sem við seljum í fjáröflunarskyni núna fyrir jólin. Það verður gaman að sjá það blika í öllum regnbogans litum á Bessastöðum.
Við þökkum Höllu kærlega fyrir heimsóknina. Stuðningur forseta Íslands er okkur ómetanlegur og mikilvægt að finna að Halla Tómasdóttir er sannarlega forseti okkar allra.
Myndir af heimsókninni, sem Gunnar Bjarki og Yuliia Kovalenko tóku fyrir okkur, má finna hér fyrir neðan:
Halla tekur í höndina á Kára Garðarssyni, framkvæmdastjóra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður, er í bakgrunni.
Forsetabíllinn fyrir framan Suðurgötu 3.
Halla og Bjarndís takast í hendur.
Kári og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskiptastjóri, sýna forseta nýtt plakat um uppbyggingu fordóma.
Magnús Bjarni Gröndal, rekstrarstjóri, færir Höllu gjafir frá félaginu.
Forseti Íslands og Hýrasta jólatréð 2024.
Kári Garðarsson, Halla Tómasdóttir og Bjarndís Helga Tómasdóttir.
Samtal við forseta um stöðu hinsegin fólks hér heima og erlendis var mjög innihaldsríkt.
Halla Tómasdóttir ásamt stjórn og starfsfólki.
Frá vinstri: Magnús Bjarni Gröndal, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Kári Garðarsson, Sveinn Kjartansson, Bjarndís Helga Tómasdóttir, Hrönn Svansdóttir, Halla Tómasdóttir, Vera Illugadóttir, Kristmundur Pétursson, Jóhannes Þór Skúlason, Sigríður Birna Valsdóttir, Bergrún Andradóttir, Shiloh Lecomte, Edda Sigurðardóttir.