Róttækt femínískt eldhús + kvikmynd
Við viljum skapa vettvang fyrir róttæka feminista af öllum kynjum og kynhneigðum til að hittast, spjalla og elda saman. Eldaður verður gómsætur vegan matur úr hráefni sem annars yrði fargað.Þetta matarboð er þolendavænt umhverfi; viðburður þar sem þolendur kynferðisofbeldis eiga ekki á hættu á að rekast á gerendur sína, eða geta að öðrum kosti reitt sig á að gerendur verði beðnir að fara ef þeir mæta.
Við viljum einnig skapa öruggara rými fyrir hverskyns valdaminni félagshópa sem verða fyrir aðkasti. Fordómafull orðræða sem inniheldur hómófóbíu, transfóbíu, sexisma, rasisma o.s.frv. er ekki liðin.
Eftir matinn verður sýnd kvikmyndin XXY (2007) sem fjallar um intersex manneskju.
FIMMTUDAGINN 1. MARS
Í GRASRÓTARMIÐSTÖÐINNI
BRAUTARHOLTI 4
ELDAKVENNSKAN HEFST KLUKKAN 17:00
BORÐHALD HEFST 19:30
Með kveðju, Eldhús fólksins