Í gær fimmtudag var frábært opnunarkvöld á Regnbogasal. Boðið var uppá léttar veitingar og kom Jónas trúbador og spilaði létta gítartónlist þar til hinsegin lagalistinn var settur í hljómtækin. Það komu rúmlega 50 manns og gæddu þeir sér á góðum veigum og spjölluðu saman ásamt því að skoða endurbæturnar. Fólk var almennt ánægt með nýja útlitið.
Dagskrá fyrir Regnbogasal kemur síðan út eftir helgi.
En í kvöld föstudag er Mojito kvöld hjá Q félagi Hinsegin stúdenta kl. 21:00
Á morgun Laugardag er opinn trúnaðarráðsfundur í Munaðarnesi kl. 16:00 og Trans ungmennakvöld í Regnbogasal kl. 19:00
Á sunnudag er Ungliðakvöld í Regnbogasal kl. 20:00