Skip to main content
Uncategorized

Fræðsla

By 19. október, 2008No Comments

Samtökin ’78 bjóða upp á fjölbreytta fræðslu til nemenda og starfsfólks skóla, starfsfólk heilbrigðisstétta og atvinnulífið. Fyrirkomulag og lengd fræðslunnar er mismunandi eftir áherslum hverju sinni en yfirleitt er um að ræða um klukkustundar langa fundi.  Markmið fræðslunnar er að fræða um hinsegin hugtök, staðalmyndir, fordóma og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum við að gera samfélagið hinseginvænt.

Fræðsla fyrir nemendur, kennara og annað starfsfólk

Boðið er uppá jafningjafræðslu í efri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum. Jafningjafræðarar okkar eru ungt fólk í kringum tvítugt. Tilgangur fundanna er að fræða og upplýsa nemendur um hvað í því felst að vera hinsegin manneskja og hvernig nemendur geta hjálpast að við að gera skólaumhverfið og samfélagið opið fyrir hinsegin fólki. Farið er í gegnum helstu hinsegin hugtökin og nægur tími gefinn fyrir nafnlausar spurningar frá nemendum og umræður um þær. Þetta fyrirkomulag mælist vel fyrir og er vinsælt meðal nemenda. Alltaf er lögð áhersla á að fundirnir séu líflegir og fræðandi í senn.
Við bjóðum einnig upp á fræðslu fyrir kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Gera má ráð fyrir að í öllum bekkjum séu hinsegin nemendur. Mikilvægt er að starfsfólk í skóla- og frístundastarfi þekki til hinsegin málefna, viti hvernig á að bregðast við og geti rætt um málin af þekkingu og fordómaleysi.
Samtökin fara árlega í  tæplega 100 fræðsluheimsóknir í skóla og hafa þær mælst vel fyrir:

Jafningjafræðarar Samtakanna ´78 héldu fræðslu fyrir 10. bekkina okkar. Fræðslan var afar gagnleg bæði fyrir nemendur og kennara og hélt athygli unglinganna óskiptri. Fyrirlesararnir stóðu sig mjög vel og við erum alveg í skýjunum – Edda Arinbjörnsdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk Víðistaðaskóla. 

Frekari upplýsingar veitir Sólveig Rós, fræðslustýra Samtakanna ’78, í síma 552 7878 eða með tölvupósti: fraedsla@samtokin78.is

Vinnustaðir og almennir fyrirlestrar

Allir tengjast hinsegin málefnum á einn eða annan hátt. Við bjóðum upp á fyrirlestra sem eru sniðnir að þörfum þíns hóps. Fyrirlestrarnir vekja yfirleitt mikla athygli og forvitni og góðar umræður myndast um málefni. Fyrirlesturinn getur til að mynda verið hluti af endurmenntun starfsfólks á hverskonar vinnustöðum eða opnir fyrirlestrar, til að mynda á vegum sveitarfélaga. Við fræðum um hinsegin hugtökin og helstu baráttumál hinsegin fólks í dag auk þess að taka á móti spurningum um málefnið og ræða það á líflegan og opinskáan máta.
Frekari upplýsingar veitir Sólveig Rós, fræðslustýra Samtakanna ’78, í síma 552 7878 eða með tölvupósti: fraedsla@samtokin78.is

Starfsfólk heilbrigðisstétta

Samtökin ’78 bjóða upp á fræðslu fyrir starfsfólk heilbrigðisstétta svo sem lækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og fleiri. Markmiðið er að veita starfsfólki innsæi í líf og tilveru hinsegin fólks með það að leiðarljósi að bæta heilbrigðisþjónustu við þessa einstaklinga.
Frekari upplýsingar veitir Sólveig Rós, fræðslustýra Samtakanna ’78, í síma 552 7878 eða með tölvupósti: fraedsla@samtokin78.is

Leave a Reply