Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 4. mars 2018 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 29. janúar 2018. Framboðsfrestur rann út þann 18. febrúar fyrir framboð í stjórn en framboðsfrestur í trúnaðarráð rennur ekki út fyrr en á fundinum sjálfum.
Hér að neðan eru þau framboð sem bárust fyrir tilskilinn frest ásamt framboðskynningum til stjórnar. Framboðum í trúnaðarráð verður bætt hér um leið og þau berast en enn er hægt að bjóða sig fram í trúnaðarráð með því að senda póst á kjornefnd@samtokin78.is
- Jóhann G. Thorarensen
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Sigurjón Guðmundsson
Í kjörnefnd sitja Ásta Kristín Benediktsdóttir, Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson og Svanfríður Anna Lárusdóttir. Ef þú hefur athugasemdir til kjörnefndar þá má senda póst á netfangið kjornefnd@samtokin78.is
Virðingarfyllst,
kjörnefnd
Framboð til formanns
María Helga Guðmundsdóttir
1.1 Nafn og aldur
María Helga Guðmundsdóttir, 30 ára
1.2 Fyrri reynsla (t.d. Menntun, starf, félagsstörf og þess háttar)
Ég er með MS og BS gráður í jarðfræði og BA í þýskum bókmenntum frá Stanfordháskóla. Ég starfa sjálfstætt sem við þýðingar og karatekennslu. Auk starfa minna sem þýðandi hef ég fjölbreytta reynslu af verkefna- og viðburðastjórn, kennslu og námsefnisgerð á ýmsum sviðum. Ég er landsliðskona í karate og yfirþjálfari barna og unglinga hjá Karatefélaginu Þórshamri og var formaður félagsins 2015–2017. Ég er sjálfboðaliði hjá Stelpur rokka! og var formaður félagsins Gettu betur-stelpna í tvö ár og stýrði þar fjölmennum æfingabúðum.
1.3 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég er formaður Samtakanna ‘78 og hef gegnt því embætti síðan í september 2016. Á tímabilinu mars–sept 2016 sat ég í trúnaðarráði og stjórn, fyrst sem áheyrnarfulltrúi og síðar meðstjórnandi.
Ég hef verið virkur sjálfboðaliði síðan 2013 í ýmsum verkefnum. Ég sat m.a. í dómnefnd Hýryrða 2015 og er höfundur hinsegin fræðsluefnisins sem nú er kennt í þjálfaranámi ÍSÍ og KSÍ. Að auki hef ég unnið að þýðingum fyrir Samtökin ‘78, Intersex Ísland og OII Europe og þýtt heimildamyndir um hinsegin málefni fyrir RÚV.
2.1 Hvert er mat þitt á stöðu Samtakanna '78 í dag og þeim verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu árum?
Samtökin standa að mörgu leyti mjög vel og njóta trausts innan samfélagsins. Eftirspurn eftir ráðgjöf og fræðslu frá félaginu hefur farið vaxandi enn eitt árið í röð. Þjónustusamningar við sveitarfélög eru lykilatriði í því að tryggja að við getum haldið starfseminni gangandi og annað vaxandi eftirspurn. Á starfsárinu 2017–18 voru tveir mikilvægir þjónustusamningar endurnýjaðir: samningur við Hafnarfjörð til eins árs og við Reykjavík til þriggja ára. Í fyrsta sinn var samið við Reykjavíkurborg til þriggja ára um rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir ungliða Samtakanna ‘78. Þar með lýkur loks 18 mánaða óvissutímabili þar sem oft hefur verið útlit fyrir að loka verði félagsmiðstöðinni.
Mörg önnur mikilvæg verkefni hafa komist af stað á árinu. Samstarf við Landspítala og HIV Ísland í kynheilsumálum var aukið, m.a. með því að bjóða upp á hraðpróf fyrir HIV og lifrarbólgu C á opnu kvöldi í húsnæði S78. Með tíð og tíma er stefnt að því að þetta verði fastur liður. Fulltrúar S78 hafa tekið þátt í vinnu starfshóps um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum á vegum Reykjavíkurborgar og tekur nú við úrvinnsla á tillögum starfshópsins. Þá hefur nýafstaðið málþing um málefni intersex fólks vakið eftirtekt út fyrir landsteinana, enda um viðburð í heimsgæðaflokki að ræða. Í mínum huga einkennast þessi verkefni af metnaði og fagmennsku sem félagsfólk getur verið stolt af.
Á árinu gerðust einnig þau miklu tíðindi að hinsegin málefna er í fyrsta sinn getið í stjórnarsáttmála íslensku ríkisstjórnarinnar. Eftir mikla vinnu Samtakanna ‘78, Trans Íslands o
g Intersex Íslands með fulltrúum löggjafarvaldsins undanfarin ár eru því vonir til að nauðsynlegar breytingar á lögum um réttindi trans og intersex fólks gangi í gegn á næstunni.
Talsvert örlar á þreytu meðal sjálfboðaliða og það er stöðugt verkefni að búa þeim gott umhverfi svo félagið fái að njóta krafta þeirra sem lengst. Einnig er mikilvægt að halda áfram að byggja traust og stuðning milli ólíkra hópa innan hinsegin samfélagsins. Þetta eru langtímaverkefni sem fer ekki mikið fyrir og geta gleymst í dagsins önn.
2.2 Hver er þín sýn á starf Samtakanna '78 næstu 2-3 ár og á hvaða sviði telur þú þig geta lagt mest af mörkum? (Hvaða verkefnum þarf að sinna, í hvaða aðgerðir þarf að ráðast og svo framvegis)
Starfsemi félagsins er fjölþætt og mjög umfangsmikil, sérstaklega miðað við fjárhag. Hún veltur nú sem fyrr að miklu leyti á sjálfboðavinnu, ólíkt því sem er hjá systurfélögum okkar í nágrannalöndum, sem mörg hver hafa á annan tug launaðra starfsmanna sem sinna ráðgjöf, fræðslu, útgáfumálum, almannatengslum, skipulagningu viðburða, stuðningi fyrir eldra hinsegin fólk, o.s.frv. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að styrkja rekstrargrundvöll félagsins svo hægt sé að ráða fleira launað starfsfólk. Það hefur tekist upp að vissu marki, en betur má ef duga skal. Þjónustusamningar við fleiri sveitarfélög en Reykjavík og Hafnarfjörð og markviss verkefnatengd fjáröflun úr einkageiranum skipta höfuðmáli til að tryggja sjálfbærni starfseminnar til lengri tíma.
Fjörutíu ára afmælisár Samtakanna ‘78 er gengið í garð og undirbúningur er hafinn á afmælishátíð, sem fyrirhuguð er í júní, og útgáfu veglegs afmælisrits að hausti. Stjórn og afmælisnefnd hafa haft samráð um ráðningu Atla Þórs Fanndal sem ritstjóra afmælisritsins, en hann ritstýrði síðasta tölublaði Rauða borðans fyrir HIV-Ísland og hefur mikla þekkingu á hinsegin samfélaginu. Í afmælisritinu gefst kjörið tækifæri til að horfa yfir farinn veg, setja sögu félagsins í samhengi og brúa bilið milli kynslóða.
Fleira er einnig á döfinni í útgáfumálum félagsins. Hafist var handa við endurútgáfu Reaching Out, upplýsingabækling fyrir hinsegin fólk af erlendum uppruna, og er útgáfa hans áætluð um mitt ár 2018. Þetta er mikilvægt skref í því að gera starfsemi félagsins aðgengilega sem flestu fólki, en mikill skortur hefur verið á upplýsingum um starf S78 á öðrum tungumálum en íslensku.
Félagið er með mörg járn í eldinum. Á komandi ári tel ég mikilvægt að forgangsraða, bæta ekki nýjum kvöðum við að óþörfu og reyna frekar að sinna þeim verkefnum vel sem komin eru af stað. Þar tel ég skipulagshæfileika mína, þekkingu á innra starfi S78 og reynslu af samskiptum við opinberar stofnanir koma að góðum notum.
Það hefur verið heiður að vinna með þeim öfluga hópi starfsfólks og sjálfboðaliða sem stendur vaktina á Suðurgötunni undanfarin ár. Ég vona að félagsfólk treysti mér til að leiða þá starfsemi áfram.
Framboð í stjórn til tveggja ára
Rúnar Þórir Ingólfsson
orn;ví miður vegna vinnu minnar varð ég að segja þeirri stöðu lausri. Einnig kom ég að því árið 2014 að skipuleggja „Tónleika með tilgang“ sem Samtökin 78 og Amnesty International stóðu fyrir til að vekja athygli á mannréttindabrotum gegn hinsegin fólki í Úganda og safna fé til handa hinsegin aðgerðarsinnum þar í landi.
því fram til tveggja ára setu í stjórn.
lmiðlatæknir auk þess að hafa klárað nám í forritun og frumkvöðlafræðum. Ég starfa sem tæknimaður hjá AP Media og sinni þar fjölbreyttum verkefnum. Ég er meðlimur í hinsegin kórnum og hef verið frá upphafi hans með hléum. Ég er meðlimu í búddistafélaginu SGI á Íslandi og hef iðkað búddisma í yfir fimmtán ár. Þá tók ég þátt í útgáfu Hýraugans á sínum tíma og ég framleiddi einnig þáttaröðina Öfugmæli sem sýnd var á iSTV og er nú aðgengileg á Youtube.
acute;g tilnefnd af trúnaðarráði til að taka sæti í stjórn og tók þar við embætti ritara. Á aðalfundi í mars 2017 var ég kjörin sem meðstjórnandi í stjórn og hef gegnt þeirri stöðu síðan þá.