Skip to main content
FréttirTilkynningTrúnaðarráð

Framboð til trúnaðarráðs 2017-2018

By 10. mars, 2017nóvember 15th, 2021No Comments

Vegna aðalfundar Samtakanna ’78 sem haldinn verður 18. mars 2017 kallaði kjörnefnd eftir framboðum til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Tilkynningu þess efnis sendi nefndin frá sér þann 6. febrúar 2017. Framboðsfrestur rann út þann 4. mars.

Innan framboðsfrests bárust 22 framboð í 19 embætti. Framboð til trúnaðarráðs skiptast sem hér segir:

Trúnaðarráð (10) – ellefu framboð:

Kynningar á frambjóðendum til stjórnar má sjá hér: Framboð til stjórnar 2017-2018
Kynningar á frambjóðendum til trúnaðarráðs má sjá hér fyrir neðan.

Í kjörnefnd sitja Alexander Björn Gunnarsson, Ásta Ósk Hlöðversdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir.

Virðingarfyllst,
kjörnefnd.

 

 

Trúnaðarráð

Tíu sæti – þrettán framboð.

 

Alda Villiljós

Alda Villiljós

1.1 Nafn og aldur
Alda Villiljós, 29 ára

1.2 Menntun og starf
Ég er menntaður ljósmyndari og starfa sjálfstætt sem listaspíra og í hlutastarfi sem vegan bakari á Vínyl. Reynslu mína í ljósmyndun og myndlist hef ég einmitt notað mikið í Samtökunum, t.a.m. til að setja upp auglýsingar, glærur og margt fleira.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég vil bjóða mig fram í trúnaðarráð en ég hef setið í því frá vorinu 2015 (með pásu vor-haust 2016), nú nýverið sem formaður þess. Auk þess er ég formaður Trans Íslands fyrir starfsárið 2017 og var ritari þar á síðasta ári.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Samtökin ’78 hafa verið gríðarlega mikilvægur hluti af lífi mínu síðustu tvö árin og meðal verkefna sem ég hef tekið þátt í í gegnum Samtökin og hagsmunafélögin eru t.d. gerð dagatals fyrir Trans Ísland, Nú skal hinsegja, Hýryrði, Wotever Iceland, jafningjafræðslan, hópsýning í Gallerí ’78, ráðstefna IGLYO á Möltu og svo hef ég tekið þátt í að skipuleggja og manna fjölda félagslegra viðburða bæði innan og utan Samtakanna.</p

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Á komandi starfsári er ég virkilega spennt fyrir að takast á við allar frábæru hugmyndirnar sem komu út úr Samtakamættinum, skipuleggja stórafmæli félagsins á næsta ári og sé fram á að gagnast best við þankahríðir, grafíska hönnun og alls kyns úrvinnslu. Auk þess hef ég safnað í sterkt og útbreitt tengslanet á síðasta ári, bæði hérlendis og erlendis, sem ég er viss um að geti gagnast vel í ýmsum málefnum.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég er: einfari, norn, kynsegin, kisuforeldri, tungumálanörd, team Valor, anarkisti, femínisti, aktívisti, safnari, miðbæjarrotta, INFP, týpískur tvíburi / dreki og empath.

 

Andrés Peláez

Andrés Peláez

1.1 Nafn og aldur
Andrés Peláez, Age 30

1.2 Menntun og starf
I am a Fashion Designer, graduated from Listaháskóli Íslands (2015), currently work as Assistant Manager at Hlemmur Square Hotel.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
I am originally from Guatemala, moved to Iceland in August 2012 to study and started developing a life here. I am now married, passionate about design, art, architecture and music (used to play some instruments a loooong time ago). While living in Iceland I have developed a much deeper understanding of the importance of equality and queer culture.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
I have had the pleasure of doing volunteer work for Samtökin 78 throughout my years in Iceland; assist with organization and hosting Foreigners Night open house events with my husband Sigurður J Guðmundsson, volunteer as staff for the Samtökin Youth Group party during Pride week twice, participating in two Samtakamátturinn events, and currently participating in the program „Police in diverse Society“ on behalf of Samtökin78 in collaboration with the Reykjavík Metropolitan Police.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
I believe there should be a special focus on making Samtökin 78 available to foreign minorities in the form of language and outreach, translating and making available the by-laws of Samtökin78, information on local lgbtqia+ rights, queer life in Iceland, etc. Mostly, having actual representation within the organization.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
My request for candidacy lies on the fact that I believe (and would be honored) to bring a foreigner/immigrant perspective; even though I a
m not fluent in Icelandic yet, I think it would be a valuable opportunity to enhance and be an active part of the society I live in.

 

Guðjón Ragnar Jónasson

Guðjón Ragnar Jónasson

1.1 Nafn og aldur
Guðjón Ragnar Jónasson fæddur 1974.

1.2 Menntun og starf
Guðjón Ragnar Jónasson fæddist í Reykjavík árið 1974 og býr í miðborginni ásamt syni sínum. Hann er kennari að mennt með MA próf í íslenskum fræðum og kennir íslensku við Menntaskólann í Reykjavík. Auk þess sinnir Guðjón ritstörfum og vinnur við ritstjórn og markaðsstörf hjá bókaforlaginu Sæmundi. Hann þýddi meðal annars bókina Mennina með bleika þríhyrninginn sem kom út árið 2013.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Guðjón hefur fengist við kennslu í rúman áratug, var um tíma bóndi í fagurri sunnlenskri sveit og er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Gunnar sveitungi hans á Hlíðarenda fór hvergi enda voru akrar Fljótshlíðarinnar bleikir á að líta neðan frá Landeyjasandi. Ólíkt Gunnari yfirgaf hann Fljótshlíðina fögru og ræktaði aðra bleika akra.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Fljótlega eftir komuna til höfuðborgarinnar settist hann nefnilega í stjórn Hinsegin daga og Samtakanna 78.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Guðjón langar að hjálpa til við að efla menningarlíf hinsegin fólks á Íslandi. Hann telur mikilvægt að við byggjum samfélag okkar upp á jákvæðan hátt og reynum að njóta augnabliksins samhliða því sem við ræktum með okkur sterkt menningarlegt auðmagn.

 3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

 

Guðný Guðnadóttir

Guðný Guðnadóttir

1.1 Nafn og aldur
Guðný Guðnadóttir, 37 ára

1.2 Menntun og starf
Er með sveinspróf í rafeindavirkjun, vinn sem rafeindavirki og verkefnastjóri. Var í stjórn KMK (Konur með konum) í 2 ár og tók þátt í að skipuleggja og sjá um ýmsa viðburði á vegum félagsins. Var virk í skátastarfi í áratug m.a. sem flokksforingi og starfaði í útilífsskóla skáta.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Er í sambúð.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ‘78
Hef séð um og aðstoðað við viðburði í Samtökunum og séð um opin hús. Tók þátt í Samtakamættinum í bæði skiptin.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Hef unnið með fólki á mismunandi stigum lífsins og hef mikinn áhuga á að starfa með fólki af öllu tagi og takast á við áskoranir fyrir samtökin. Ég hef einfaldlega áhuga á fjölbreytileika mannlífsflórunnar og að við náum öll að vinna saman á sem bestan hátt.

 3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Hef mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Samtökin ´78 og fólkinu í félaginu.

 

Ingileif Friðriksdóttir

Ingileif Friðriksdóttir

1.1 Nafn og aldur
Ingileif Friðriksdóttir, 23 ára – fædd 18. maí 1993.

1.2 Menntun og starf
Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands og margvísleg félagsstörf innan nemendafélags skólans, þ.á.m. seta í ritnefnd Verzlunarskólablaðsins.

Er nú á öðru ári í lögfræði við Háskóla Íslands. Hef undanfarið ár setið í Stúdentaráði (SHÍ) fyrir hönd Vöku – félags lýðræðissinnaðra stúdenta og verið formaður jafnréttisnefndar SHÍ. Tókum við þátt í skipulagningu Jafnréttisdaga í haust og héldum ýmsa viðburði auk þess að halda okkar eigin Litla jafnréttisdaga nú á dögunum. Þar merktum við salerni í háskólanum kynlaus og vöktum athygli á jafnréttismálinu sem það er. Einnig vöktum við athygli á lélegu aðgengi í háskólanum og gerðum óformlega úttekt á Snapchat sem fór víða um samfélagsmiðla og fjölmiðla. Auk þessa hef ég setið í jafnréttisnefnd háskólans fyrir hönd stúdenta og komið mörgum baráttumálum áleiðis til skólastjórnenda sem hefur skilað góðum árangri og framförum t.d. í aðgengismálum.

Stofnaði Hinseginleikann, fræðsluvettvang á Snapchat þangað sem hátt í 200 einstaklingar hafa komið og sagt sína sögu og þúsundir fylgjast með. Við María unnusta mín höldum utan um verkefnið og höfum síðustu mánuði farið í fjölda menntaskóla og félagsmiðstöðva með fyrirlestra.

Hef starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2014.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Er trúlofuð Maríu Rut Kristinsdóttir og stjúpmamma Þorgeirs Atla. Bý í Vesturbæ Reykjavíkur.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Fylgdist með starfinu á hliðarlínunni þegar María var varaformaður Samtakanna og hef tekið þátt í og mætt á viðburði síðustu ár. Í jafnréttisnefnd SHÍ stóðum við svo fyrir sýningu á Intersexion og umræðum á Suðurgötu
nni sem heppnaðist mjög vel.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Eins og fram hefur komið í fréttum kalla ungmenni í Reykjavík eftir aukinni hinseginfræðslu sem að mínu mati þarf að skoða vandlega þetta árið og bregðast við. Fræðslan má að mínu mati vera fræðileg og persónuleg í senn, en slík persónuleg nálgun hefur komið vel út í þeim fyrirlestrum sem við María höfum haldið undanfarna mánuði.

Þá finnst mér Samtökin þurfa að vera skjól fyrir allt hinsegin fólk og halda áfram að efla starfið eins og verið hefur gert síðustu ár.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ást og friður

 

Jóhann G. Thorarensen

Jóhann G. Thorarensen

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Jóhann G. Thorarensen, 45 ára

1.2 Menntun og starf
MA í ensku, enskukennari í menntaskóla. Hef tekið þátt í ýmiss konar félagsstörfum, s.s. leiklistarhóp, verið trúnaðarmaður kennara, verið í stjórn félags framhaldsskólakennara og verið í trúnaðarráði Samtakanna síðastliðið hálft ár.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Fráskilinn þriggja barna faðir í sambúð.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Setið í trúnaðarráði, séð um opin hús og séð um ljóðakvöldin Við og vinir okkar með Magnúsi Gestssyni.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég sé fyrir mér að trúnaðarráð haldi áfram að vera sá umræðu- og samráðsvettvangur sem það hefur verið.

Varðandi mig sjálfan þá mun ég halda áfram að vinna að listatengdum viðburðum til að draga athygli að hinsegin listafólki og hinsegin listum og mikilvægi þeirra í íslensku samfélagi.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Að við gleymum aldrei að við erum öll ein stór fjölskylda sem stendur saman.

 

Marion Lerner

Marion Lerner

1.1 Nafn og aldur
Marion Lerner. Ég er fædd á sama ári og forsetinn, ef það hjálpar forvitnum 🙂

1.2 Menntun og starf
Ég er búin að læra ýmislegt, allt frá múraraiðn til doktorsprófs í hugvísindum. Í dag kynni ég mig yfirleitt sem menningar- og þýðingafræðing enda vinn ég sem slíkur við Háskóla Íslands, en ég er líka leiðsögukona og þýðandi.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Ég byrjaði að starfa í frjálsum félagasamtökum þegar múrinn féll í Austur-Þýskalandi haustið 1989. Því hef ég reynslu af því að byggja upp lýðræðislegt, vinstrisinnað ungliðafélag á landsvísu alveg frá grunni. Þetta var hinn mesti skóli fyrir unga manneskju sem hafði alist upp í ófrjálsu og þröngsýnu samfélagi.

1998 flutti ég til Íslands og fetaði mín fyrstu spor hér, framan af einkum að læra tungumálið og skilja menninguna. 2004 fór ég að taka þátt í félagslífi og hef í nokkur ár verið í stjórn og nefndum ýmissa félaga (t.d. í Félagi leiðsögumanna og Bandalagi þýðenda og túlka).

Mér finnst mikilvægt að taka virkan þátt í samfélaginu þar sem maður býr og reyna að móta það með öðrum. Stundum er beinlínis nauðsynlegt að vera virkur til að koma í veg fyrir að lýðræði, jafnrétti og réttarríkið verði fyrir skerðingum en einnig til að tryggja að frjálslynd, friðsöm og umburðarlynd sambúð einstaklinga og hópa sé yfirleitt möguleg. Ekkert er sjálfgefið og réttindi sem jaðarhópar hafa einu sinni fengið geta verið tekin af þeim aftur á svipstundu. Því miður eru ýmis teikn á lofti í Evrópu og víðar um að þannig tímar gætu verið framundan.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég hef verið formaður lagabreytingarnefndar S’78 síðan haustið 2016 og unnið með öðrum félögum að þeim breytingartillögum sem nú liggja fyrir aðalfundi. Einnig hef ég sótt marga fundi og viðburði til að kynna mér núverandi starfsemi Samtakanna. Þó að ég hafi gengið í félagið 1998 hef ég ekki verið virk í því í mörg ár.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Eftir háværu átökin á liðnu ári held ég að Samtökin ‘78 þurfi í auknum mæli að horfa inn á við, án þess þó að það eigi að vera stefnubreyting í starfi þeirra út á við. Það þarf að stuðla að því að félagsfólki líði vel í hinsegin samfélaginu, alveg óháð því hvaða hópi það telur sig tilheyra, hvort það skilgreinir sjálfsmynd sína eftir ákveðnum línum eða einmitt ekki,
hvort það er enn að leita að sjálfu sér eða löngu búið að sættast við sjálft sig og aðra, einnig óháð því á hvaða aldri það er, af hvaða uppruna eða í hvaða hjúskaparstöðu. Samtökin þurfa á kröftum alls þessa fólks að halda. Að mínu mati þarf sérstaklega að vinna að því að kynslóðir innan félagsins tali meira saman og reyni að finna það sem þær geta sameinast um en einnig að leyfa einfaldlega »hinum« að hafa sitt rými og sitt svigrúm. Þarfir og skoðanir breytast með aldrinum. Það hlýtur að vera hægt að hafa fjölbreytta starfsemi sem hentar sem flestum á ýmsum forsendum.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Trúnaðarráð er vettvangur þar sem stefnumótun S’78 fer fram í samvinnu við stjórnina. Á komandi ári þarf m.a. að vinna úr niðurstöðum Samtakamáttarins. Eins og við vitum eru flestöll störf innan S’78 unnin í sjálfboðavinnu og þau verða miklu léttari þegar margir einstaklingar vinna saman. Einstaklingar í trúnaðarráði þurfa hér að koma sterkt inn ásamt öðrum.

 

Ragnhildur Sverrisdóttir

Ragnhildur Sverrisdóttir

1.1 Nafn og aldur
Ragnhildur Sverrisdóttir, 56 ára.

1.2 Menntun og starf
Lögfræðingur, starfa sem upplýsingafulltrúi Novators.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Gift Hönnu Katrínu Friðriksson, alþingismanni. Við eigum 16 ára tvíburadætur, Elísabetu og Margréti Friðriksson.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Ég gekk fyrst í S78 þegar þau voru eins árs. Ég hef áður komið að starfi Samtakanna, en það var fyrir ansi löngu, á 9. áratug síðustu aldar. Þá var ég í hópi sem hélt fræðslufundi í framhaldsskólum, dreifði fréttabréfi Samtakanna og sat um tíma í stjórn.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Mér finnst mikilvægt að ná góðri sátt félagsmanna um hvert skuli stefna, með hag allra að leiðarljósi.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?

 

Reynir Þór Eggertsson

Reynir Þór Eggertsson

1.1 Nafn og aldur
Reynir Þór Eggertsson, 44 ára

1.2 Menntun og starf
Framhaldsskólakennari, ritari í stjórn Félags framhaldsskólakennara, gegni ýmsum trúnaðarstörfum fyrir kennara. Var formaður Nemendafélags Kennaraháskólans og sat líka í stjórnum BÍSN og Byggingarfélags námsmanna. Skrifaði ásamt Jónu Björk Sigurjónsdóttur B.Ed.-ritgerð um nauðsyn fræðslu um samkynhneigð og var hún gefin út í kjölfarið.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Einhleypur og bý einn. Hef búið lengi í Kaupmannahöfn og Lundúnum.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Vann á bókasafninu 1990-1992, var í forsvari ungliðahreyfingarinnar veturinn 1991-1992, sat í lagabreytingarnefnd 1992-1993 og svo aftur nú í sumar og haust 2016.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Staða Samtakanna 78 er um margt góð. Félagið nýtur samfélagslegrar virðingar og er nánast orðið að stofnun í samfélaginu. Deilur síðasta árs hafa óneitanlega sett svip sinn á starfið og enn er óljóst hvaða fjárhagslegar afleiðingar þær munu hafa fyrir félagið til langs tíma, þegar litið er til félagsgjalda. Nauðsynlegt er að halda áfram uppbyggingu innra starfs í félaginu og finna leiðir til að laða að fólk á öllum aldri og þvert á hópa hinsegin fólks.

Samtökin 78 hafa leitt miklar breytingar á högum hinsegin fólks um árabil en ég er á þeirri skoðun að þau hafi orðið of pólitísk í málefnum sem ekki snerta hinsegin fólk beinlínis, og jafnvel orðið flokkspólitísk í sumum málefnum. Samtökin 78 eiga að vinna með öllum stjórnmálaflokkum, svo framarlega sem þeir styðja réttinda- og hagsmunabaráttu hinsegin fólks, óháð því hvað forystufólk samtakanna kann að finnast um önnur stefnumál þessara flokka.

Ýmis málefni hafa setið á hakanum undanfarin ár og nauðsynlegt að Samtökin 78 bretti upp ermarnar í þeim:

– Hinsegin fólk og öldrunarmál. Reynsla erlendis hefur sýnt að hinsegin fólk þarf oft að fara í skápinn aftur til að forðast andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu annarra aldraðra eða starfsfólks öldrunarþjónustu. Samtökin 78 þurfa að leiða athugun á málefninu hérlendis. Þetta gæti t.d. verið í formi rannsóknarverkefnis í samstarfi við háskólasamfélagið og félagsmálayfirvöld.

– Barneignir þeirra hinsegin einstaklinga sem ekki geta eignast börn á hefðbundinn hátt eða með tæknifrjóvgun. Samtökin 78 þurfa að leiða baráttuna fyrir því að íslensk stjórnvöld taki upp ættleiðingarsamninga við lönd sem leyfa hinsegin fólki að ættleiða. Þá þurfa Samtökin 78 að þora að taka málefni staðgöngumæðrunar til umræðu og viðurkenna að þar sé á ferðinni hagsmunamál homma og annars hinsegin fólks, þótt &thorn
;að stangist á við persónulegar skoðanir sumra í okkar samfélagi.

– Aðgengi að PrEP. Samtökin 78 eiga að mínu mati að kanna kosti þess og galla að auka aðgengi að PrEP innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Þar væri hægt að leita samstarfs við önnur félagasamtök, t.d. Alnæmissamtökin, og heilbrigðisyfirvöld.

– Samskipti við hópa innflytjenda. Reynsla erlendis sýnir að ungir innflytjendur, sér í lagi karlmenn, séu í meiri hættu á að lenda undir á vinnumarkaði, verða atvinnulausir til lengri tíma eða á mjög lágum launum. Það eykur hættu á að viðhorf til annarra minnihlutahópa versni og leiðir jafnvel til aukinnar tíðni hatursglæpa, t.d. gagnvart hinsegin fólki. Að mínu mati eiga Samtökin 78 að leitast eftir samstarfi við aðila og hópa í samfélaginu, t.d. kaþólsku kirkjuna og önnur trúfélög, í því skyni að bæta viðhorf gagnvart hinsegin fólki innan þessara hópa og minnka um leið líkurnar á því að hatursglæpum fjölgi.

Ég er vel máli farinn, bæði í ræðu og riti, á tiltölulega auðvelt með samskipti, og tel kunnáttu mína og hæfni nýtast á ýmsan hátt til að vinna að þessum málum.

3.2 Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Þótt ég sé fylgjandi ákærum fyrir hatursorðræðu þá tel ég að halda hefði átt almennan félagsfund til að reifa málið og fá afstöðu félagsfólks áður en kærurnar voru lagðar fram. Því tel ég rétt að halda ætíð almenna félagsfundi áður en stefnumarkandi og/eða (samfélagslega) umdeildar ákvarðanir verði teknar.

 

Rodrigo Vito Cruz Corcuera

Rodrigo Vito Cruz Corcuera

1.1 Nafn og aldur
Rodrigo Vito Cruz Corcuera, born and raised in the Philippines.

1.2 Menntun og starf
Worked as a nurse since 1991 with different companies and hospitals in Asia and here in Iceland.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
With my experience as a Psychiatric nurse and as a foreigner I can contribute both on health, mental and immigrants issues the community are going through. Therefore make the organization accessible for everyone and of foreign descent.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
I think the new advisory council and board members should be highly critical and review the past projects Samtokin 78 have had, why it fails, why it becames a success. Study the past before they plan for the future. In my personal opinion they should focus more on how to maintain a constant flow of people in the organization because I’ve been in the new place in Suðurgata a couple of times and I literally hear crickets everywhere. No one is in there. What’s the point of implementing projects and activity if there are no members to benefit and enjoy it. And it’s like a visit to a local Veterinary clinic because of all the dogs fangs hanging around the walls. The place looks uptight to be honest. It should be more fun and accessible. I’m sorry for being critical and observant I guess that’s why I was convinced to try the advisory position 🙂

 

 

Sigríður J. Valdimarsdóttir (Erica Pike)

Sigríður J. Valdimarsdóttir (Erica Pike)

1.1 Nafn og aldur
Ég heiti Sigríður J. Valdimarsdóttir – einnig þekkt sem Erica Pike – og býð mig fram til trúnaðarráðs Samtakanna 78. Ég er 38 ára.

1.2 Menntun og starf
Ég er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, einstæð móðir tveggja barna og hef unnið ýmis störf á minni lífsleið, allt frá fiski til deildarstjórnar hjá Fjársýslu ríkisins. Í dag vinn ég sem rithöfundur. Á milli bókaskrifa tek ég að mér ýmislegt varðandi útgáfumál og markaðssetningu.

1.3 Stutt samantekt á núverandi högum og reynslu (m.a. fjölskylduhagir, reynsla af vinnumarkaði og félagsstörfum og annað sem frambjóðandi vill taka fram)
Einstæð móðir tveggja barna og hef unnið ýmis störf á minni lífsleið, allt frá fiski til deildarstjórnar hjá Fjársýslu ríkisins.

1.4 Fyrri verkefni/störf innan Samtakanna ’78
Hvað félagsstörf varða hef ég verið gjaldkeri hjá Taekwondo deild Ármanns í tvö ár og sinnti kennslu hjá þeim. Þess fyrir utan hef ég verið mjög áberandi í alþjóðlegu samfélagi fyrir rithöfunda og lesendur hinsegin bókmennta síðastliðin sjö ár. Fyrir fimm árum stofnaði ég hóp Against Homophobia, Bi- and Transphobia sem haldið er í kringum 17. maí ár hvert á alþjóðadegi gegn homophobiu, biphobiu, og transphobiu. Ég hef verið mjög virk í baráttunni gegn fordómum og mismunun á hinsegin fólki í Bandaríkjunum og fylgist enn grannt með. Ég haft umsjón með nokkrum opnum kvöldum í húsi Samtakanna 78 og setið í trúnaðarráði Samtakanna 78 í eitt tímabil (2016-2017) – þar af hef ég verið áheyrnafulltrúi í tæpa fjóra mánuði. Fyrir utan það hef ég hjálpað til við ýmislegt tilfallandi.

3.1 Hvernig sérð þú fyrir þér áherslur trúnaðarráðs starfsárið 2016-2017 og á hvaða sviði gagnast áhugi þinn, þekking og reynsla best? (Helstu verkefni, aðgerðir, o.s.frv.)
Ég sæki um að fá að halda áfram í trúnaðarráði vegna þess að ég hef áhuga á áframhaldandi sjálfboðastarfi í þágu Samtakanna 78, til að halda félagslífinu uppi og gera Suðurgötu 3 að góðu heimili fyrir hinsegin fólk.

Leave a Reply