Framboðsfrestur vegna kjörs til stjórnar trúnaðarráðs og skoðunarmanna reikninga er nú liðinn.
Frambjóðendur verða kynntir hér að neðan:
Framboð til formanns Samtakanna ´78:
Guðmundur Smári Veigarsson
Guðmundur Smári Veigarsson
Alþjóðafulltrúi/stjórnarmeðlimur Q–félags hinsegin stúdenta, stjórnarmaður ANSO og starfsmaður í fullu starfi á Kringlukránni.
Hér á eftir fylgir nánari útlistun á þeim verkefnum sem ég hef unnið að á undanförnum misserum:
ANSO (Association of Nordic and Pol-Balt LGBTQ Student Organizations) 2009-?
Ég sit í stjórn félagsins fyrir hönd Q – félags hinsegin stúdenta og fór á aðalfund félagsins í Stokkhólmi í ágúst 2009. Í tengslum við aðalfundinn fór fram ráðstefna á vegum ANSO um transmálefni og sat ég hana einnig. Auk þess fór ég sem fulltrúi ANSO á ráðstefnu sem haldin var í mars 2010 vegna 10 ára afmælis „Bologna process“ en það er stefna sem miðar að því að efla æðri menntun í Evrópu.
Q – félag hinsegin stúdenta 2009-?
Á þeim tíma sem ég hef setið í stjórn félagsins hef ég unnið að því að efla félagsstarfið og setja það í fastar skorður. Svo fáein dæmi séu nefnd hef ég tekið þátt í skipulagningu ráðstefnunnar „Hvar er trans í Háskóla Íslands“ í nóvember 2009, haldið „Super gay“ ball nú í mars 2010 og í apríl mun ég ásamt öðrum stjórnarmeðlimum standa fyrir ráðstefnunni „Hinsegin helgi“ þar sem allt að 50 ungmenni taka þátt, en sú ráðstefna er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Ungliðahópur Samtakanna ’78 2007-2009
Ég var stjórnandi hópsins í tvö ár og á þeim tíma hristum við upp í starfi hópsins. Í kjölfarið jókst mæting á fundi og síðan hefur tekist að halda henni vel við. Við skipulögðum m.a. fjáröflunarball og ég kom að leiksýningu Ungliðanna sem var sýnd á ballinu. Einnig stóðum við fyrir partýi í Sundhöll Reykjavíkur, leikjakvöldum í Öskjuhlíðinni og á Miklatúni og fórum í heimsóknir til ýmissa hópa s.s. Rauða krossins, Trans Íslands, Ástráðs o.fl.
Jafningjafræðsla Samtakanna ’78 2007-2009
Ég var mjög virkur í jafningjafræðslunni í tvö ár og fór í fjölmargar heimsóknir í skóla.
Alþjóðlegar sumarbúðir fyrir LGBT-ungmenni á vegum LAMBDA
Ég hef skipulagt ferðir í alþjóðlegar þýskar sumarbúðir fyrir LGBT-ungmenni í samstarfi við Ungliðana árið 2006 og aftur sumarið 2010 í samstarfi við Ungliðana, Samtökin og Q. Ég hef farið í sumarbúðirnar sem leiðbeinandi fyrir íslensku sendinefndina og lært þar mikið af þýsku hreyfingunni og fékk sérstaklega hrós fyrir góð störf frá framkvæmdastjóra LAMBDA.
Svanfríður Lárusdóttir
Svanfríður A. Lárusdóttir starfar sem veitingastjóri hjá Pottinum og pönnunni á Skólabrú þar sem hún hefur umsjón með öllu sem viðkemur daglegum rekstri og starfsmannahaldi hússins. Samhliða vinnu stundar hún nám við öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð.
Hún hefur mikla reynslu af félagsstörfum og hefur verið félagi í Junior Chamber Ísland frá árinu 1988. Þar sinnti hún ótal stjórnunar- og trúnaðarstörfum. Hún var landsforseti hreyfingarinnar árið 1998. Hún hefur alþjóðleg leiðbeinendaréttindi og hefur leiðbeint á ræðumennsku, framkomu, hópefli, leiðtoga- og mannlegum samskiptanámskeiðum sl. 15 ár jafnt fyrir félagasamtök sem og á almennum fyrirtækjamarkaði. Sjálf hefur hún sótt námskeið víða og má þar m.a. nefna á öllum norðurlöndunum í Monaco, Japan, Hawaii og á Filipseyjum.
Svanfríður hefur verið viðloðandi starf Samtökanna 78 á einn eða annan hátt allar götur frá árinu 2000 m.a. með starfi fyrir KMK og Hinsegin daga. 2008 sat hún í lagabreytinga- og stefnumótunarnefnd og 2009 hefur hún átt sæt í stjórn sem varaformaður samtakanna.
Framboð til varaformanns:
Ragnar Ólason
Ég er fæddur 1964. Stundaði nám í rafvirkjun við Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1983 – 1986. Lauk meiraprófi 1988. Var vörubílstjóri hjá Reykjavíkurborg 1988 – 2003. Aðaltrúnaðarmaður Eflingar hjá Reykjavíkurborg 2000 – 2006. Hef setið í stjórn Eflingar – stéttarfélags frá 2000 og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hef tekið þátt í starfi samstarfsnefndar um Hinsegin daga frá árinu 2006. Hef setið í stjórn Samtakanna 78 frá árinu 2008. Starfa í dag á skrifstofu Eflingar – stéttarfélags.
Framboð til gjaldkera:
Anna K. Kristjánsdóttir
Anna K. Kristjánsdóttir er fædd 30. desember 1951 í Reykjavík en ólst upp að miklu leyti í Mosfellssveit. Hún er vélfræðingur að mennt og starfi , var tuttugu ár til sjós, en hefur starfað við orkugeirann í önnur tuttugu ár og er nú í stjórnstöð Orkuveitu Reykjavíkur.
Anna var formaður félags transsexual fólks í Svíþjóð 1994 – 1996, í stjórn Evrópsku transgendersamtakanna 2005 – 2008 og tók þátt í stofnun Trans-Ísland árið 2007. Hún rak fyrst inn nefið á opnu húsi Samtakanna 78 árið 1984 er þau voru til húsa á Skólavörðustígnum, var lengi stuðningsmeðlimur Samtakanna á meðan þau voru hreinræktuð samtök samkynhneigðra, en hefur verið fullgildur meðlimur Samtakanna um nokkurra ára skeið og hefur verið í trúnaðarráði síðasta árið. Hún gekkst undir aðgerð til leiðréttingar á kyni árið 1995 í Stokkhólmi.
Anna á þrjú börn, fimm barnabörn og tvo ketti og býr í Árbæjarhverfi.
Framboð til ritara:
Sigurður H. Álfhildarson
Ágæti félagsmaður:
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem ritari í stjórn Samtakanna 78. Hingað til hef ég ekki boðið mig fram á þessum vettvangi en hef ákveðið að gera það nú.
Ég er 28 ára gamall Hafnfirðingur, en þar ólst ég upp og hef búið nánast alla mína tíð. Ég er viðskiptafræðingur að mennt og starfa sem framkvæmdastjóri TAS Tækniþjónustu ehf. frá árinu 2007.
Ég tel mig vera nokkuð vel tengdan atvinnulífinu, ég er virkur í starfi Samtaka Iðnaðarins (SI) og þekki nokkuð til Samtaka Upplýsingatæknifyrirtækja sem er fagfélag TAS. Í gegnum starf mitt fyrir SI hef ég orðið var við að félagsmenn sem oftar en ekki eru með mannaforráð hafa tekið mig tali og óskað eftir upplýsingum og ráðgjöf varðandi samkynhneigða starfsmenn á vinnustað. Erindin geta verið mörg og misjöfn allt frá því að móta og innleiða starfsmannastefnu, þar sem ætlunin er að tryggja að samkynhneigðum sem og öðrum sé ekki mismunað til ráðgjafar er varðar mál, þar sem aðstæður geta oft verið þannig að hinn samkynhneigði starfsmaður eigi undir högg að sækja meðal annara starfsmanna. Af þessum ástæðum býð ég mig nú fram til stjórnar Samtakanna þar sem það er vissa mín að sú reynsla sem ég hef úr atvinnulífin
u og það tengslanet sem ég bý yfir geti hiklaust komið félaginu til góða. Einnig tel ég að sýnileiki Samtakanna gæti orðið meiri meðal stjórnenda í atvinnulífinu setjist maður úr þeirra röðum í stjórn, því það er vissa mín að atvinnurekendur vilji tryggja að samkynhneigðum starfsmönnum sé ekki mismunað.
Fyrir utan viðskiptafræðina sem ég hef stundað síðustu ár ætlaði ég alltaf að verða lögreglumaður en það fór á annan veg eins og svo margt annað. Áhugamál mín eru mörg en árið 2002 hóf ég flugnám og stunda nú flugið í af fullum krafti, fyrir utan það fer ég á skíði og í göngur þó í miklu minna mæli sé, ég stundaði fótbolta á unglingsárum en er nú dómari fyrir mitt heimlið FH. Með námi mínu í viðskiptafræði starfaði ég hjá Securitas og síðan í slökkviliði Alcoa Fjarðaáls á Reyðafirði eitt sumar.
Nái ég kjöri í stjórn mun ég vinna að þeim málum sem koma inn á borð stjórnarinnar af metnaði og festu. Ég vill einnig beita sýnileika mínum í stjórn Samtakanna til þess tengslanets sem ég hef með það að markmiði að tryggja janfræði samkynhneigðra innan atvinnulífsins.
Guðmundur Helgason
Guðmundur Helgason listdanskennari, danshöfundur, dansari Var dansari við Íslenska dansflokkinn 1993-2004 og tók þátt í öllum uppfærslum hans á þeim tíma auk þess að dansa í sýningum(söngleikjum) hjá bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Kennari við Listdansskóla Íslands 1993-2000 og svo aftur frá 2007. Einnig kennt hjá Danslistarskóla JSB og Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Hef sem danshöfundur samið fyrir sýningar Íslenska dansflokksins, Leikfélag Reykjavíkur og Nemendaleikhús LHÍ. Er einnig að vinna að nokkrum dansstuttmyndum í að því er virðist alltof fáum frístundum. Einkaþjálfari við Equinox Fitness líkamsræktarstöðina í New York 2006-7.
Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Listdansskóli Þjóðleikhússins 1987-1991, Diplóma frá Konunglega Sænska Ballettskólanum 1993 og MFA (Master of Fine Arts) gráða í dansi frá New York University, Tisch School of the Arts 2006. Var ritari Félags íslenskra listdansara 1995-98 og ritari Starfsgreinaráðs í Hönnun-Listum-Handverki (á vegum menntamálaráðuneytis) 1998-2002. Formaður 7.deildar (dansara) innan Félags íslenskra leikara 2009-…
Framboð til meðstjórnenda (meðstjórnendur eru þrír):
Hafsteinn Þór Guðjónsson
My name Hafsteinn Thor Gudjonsson, im 25, and im a HOMOSEXUAL. hehe…
Most people know me by the name of Haffi haff, since I have been busting my bum since I moved to this island to make something of myself. I set goals that are higher than imaginable, and seem almost impossible, then I conquer them. I can do anything I want in life, and that includes setting good examples and helping people that are in a similar situation as myself. Gay people should stand together, to make our world which includes everyone as well, a better place.
I work closely with artists of all types of media. Whether its music, art, fashion, hair, you name it. I know A LOT of people all around which would make it easier for me to have the ability to connect to them and make things happen. Especially when dealing with music, and entertainment, who better to have then someone who is ACTUALLY IN the entertainment industry to plan things, and speak to people?
Its time to lift things up, and bring some energy to what seems to me, to be a fading association. We should be proud of the things that we do, considering that gay people play a part of MOST things that are entertaining or inspiring, art, music, social aspects, etc.
Why would an association that belongs to us then be so left behind?
Like I said, I like to set the bar high for myself and do amazing things. Being a part of Samtokin78 would be another part of me trying to do what i can with what time I have on this earth, to make the world a more cohesive place.
Its time for change.
Haraldur Jóhannsson
Ég undirritaður, sem hefur fallist á kynhneigð mína fyrir áratugum og mig minnir eins af stofnendum Samtakanna, a.m.k. sat ég marga undirbúningsfundi til þeirrar athafnar. Ég er fæddur 18.5.1928. Ég hef unnið í ferðamálum í um 35 ára skeiða og beint í 32 ár. Fyrst hjá Flugfélagi Íslands í 22 ár. Í 10 ár rak ég eigin ferðaskrifstofu, Faranda, sem gaf mér möguleika til að leiðbeina þeim viðskiptavinum sem voru með sérþarfir. Bjó í 19 ár í Vínarborg, sinnti þar áfram ferðamálum auk blaðamennsku. Vonast eftir jákvæðum undirtektum við þessu framboði mínu.
Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson, fæddur 1979 í Reykjavík.
Félagsstörf:
Hann hefur sinnt trúnaðarstörfum fyrir ýmis félög, hér kemur upptalning á nokkrum þeirra:
Junior Chamber International, Félag landfræðinga, Grenndarkortið, Félag nemenda með sértæka námsörðuleika, FSS Félag STK stúdenta (nú Q), Reykjavík Gay Pride, FF Félag framhaldsskólanema, Ungmennadeild Rauðakross Íslands, Hið íslenska Dyslexíjufélag.
Auk þess hefur Kári tekið þátt í ýmsum öðrum félögum og lagt á lið með málefnum.
Menntun og fyrri störf:
Kári tók eðlisræðibraut við Menntaskólann í Kópavogi og hönnunarbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði. Eftir þann undirbúning starfaði Kári sem hönnuður á arkitektastofum fram til ársins 2007 þegar kreppti að skóinn í þeim atvinnugeira. Síðan þá hefur Kári bætt við sig námi og er landfræðingur. Hann hefur starfað sem kortagerðarmaður hjá Háskóla Íslands auk annara hliðarverkefna sem tengjast fyrri stöfum, svo sem hönnunar og skipulagsvinnu. Auk þeirra starfa þá hefur Kári tekið að sér ýmis sumarstörf með námi.
Þórunn Daðadóttir
Ég heiti Þórunn Daðadóttir og er fimmtug og á tvö uppkomin börn. Ég er í sambandi með Heiðu Björgu Ingadóttur.
Ég hef sinnt margvíslegum störfum sem fela í sér stjórnun og skipulagningu.
Einnig hef ég unnið við sölustörf og bókhald. Ég var í nokkur ár framkvæmdastjóri Iðnnemasambands Íslands og Félagsíbúða iðnnema. Ég hef starfað við umsjón á húsnæðum og í nokkur ár séð um sérverkefnadeild hjá ISS hreingerningafyrirtæki og þá aðallega haft umsjón með bónun á gólfum og stórhreingerningum. Núna síðast starfaði ég sem starfsmannastjóri hjá verktakafyrirtæki sem sér um að setja upp gullverksmiðju á Grænlandi.
Ég á auðvelt með að vinna með fólki hvort sem það er undir minni stjórn eða mínir yfirmenn. Ég læt skoðanir mínar í ljós og reyni eftir fremsta megni að finna lausnir á málum og málefnum. Ég á auðvelt með að vinna með ungu fólki. Ég er skipulögð og afkastamikil í vinnu og reyni að drífa ve
rkefnin áfram.
Ég kom mikið að félagsmálum þegar ég starfaði sem framkvæmdastóri Iðnnemasambandsins og hef setið í ýmsum nefndum. Þekki því vel til félgasstarfa og haft samskipti við Reykjavíkurborg og ráðherra vegna málefna iðnnema.
Ég bíð mig fram í stjórn Samtakana78 vegna þess að ég tel að við þurfum að halda áfram réttindabaráttu okkar. Við megum ekki sofna á verðinum en að sama skapi verðum við líka að snúa okkur að félagsmönnum okkar og efla og styrkja starf okkar innanfrá.
Framboð til Trúnaðarráðs (í trúnaðarráði sitja 10 manns):
Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir
Hef starfað innan Q- félags hinsegin stúdenta frá árinu 2007 til 2009, bæði sem alþjóðafulltrúi og formaður. Hef einnig tekið þátt í jafningjafræðslu samtakanna 78 auk þess að sitja í jafnréttisnefnd stúdentaráðs Háskóla Íslands frá árinu 2009 til 2010. Ég stefni að því að ljúka BS gráðu í sálfræði í juní 2010.
Fríða Agnarsdóttir
Fríða Agnarsdóttir er fædd 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1996 og B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands 2003. Fríða starfar sem smíðakennari í Háteigsskóla en einnig sem gjaldkeri hjá Arion banka. Fríða hefur unnið á kaffihúsi Samtakanna ´78 síðan 2005, var í stjórn KMK (Konur með konum) frá 2004-2006 og í samstafsnefnd Hinsegin daga frá 2006-2009. Einnig hefur hún tekið að sér ýmis önnur verkefni fyrir Samtökin´78, KMK og Hinsegin daga. Fríða var kosin í trúnaðaráð Samtakanna´78 2008 og 2009 og gefur kost á sér til áframhaldandi starfa þar.
Guðmundur Helgi Arnarson
Ég er 17 ára samkynhneigður nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð, er ungliði, í jafningjafræðslunni í samtökunum og æfi sund í sunddeild Styrmis.
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 28 ára. Grunnskólakennari að mennt og starfa hjá Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík.
Guðrún Rögnvaldardóttir
Guðrún Rögnvaldardóttir er fædd 1958 á Sauðárkróki. Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1978. Lokapróf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1983, Dipl.-Ing. frá tækniháskólanum í Karlsruhe 1986, M.P.A. í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2006.
Rannsóknarmaður á Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1978-1979, verkfræðingur hjá RARIK 1986, sérfræðingur við Verkfræðistofnun HÍ 1987, lektor í rafmagnsverk-fræði við HÍ 1988-1990. Verkfræðingur á staðladeild Iðntæknistofnunar Íslands 1991-1995 og 1996-1997, sérfræðingur hjá Evrópsku staðlasamtökunum CEN í Brussel 1995-1996. Framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands frá 1998.
Í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1994-1998, varaformaður 1994-1995 og formaður 1996-1997. Í jafnréttisnefnd Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) 1999-2002. Í stjórn rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ 2002-2004, formaður 2003-2004. Í stjórn VFÍ 2005-2007. Í Íslenskri málnefnd 1994-2006. Formaður stjórnar Löggildingarstofu 2003-2005. Í framkvæmdastjórn Evrópsku staðlasamtak¬anna (CEN) frá 1998. Í framkvæmdastjórn Alþjóðlegu staðlasamtakanna (ISO) 2005-2006. Í fulltrúaráði austurrísku staðlastofnunarinnar ON frá 2005. Í framkvæmdastjórn og varaforseti Evrópsku rafstaðlasamtakanna (CENELEC) frá 2006. Í stjórn FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, frá 2007, formaður frá 2008. Í trúnaðarráði Samtakanna ´78 frá 2008.
Íris Ellenberger
Íris Ellenberger er sagnfræðingur og doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað fyrir ýmis félagasamtök, t.d. Amnesty International, Sagnfræðingafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna og hefur setir í trúnaðarráði Samtakanna 78 síðan árið 2008.
Margrét Grétarsdóttir
Er 26 ára nemi í sálfræði við HÍ og stefni á að útskrifast vorið 2010. Hef
unnið fyrir Amnesty International á Íslandi, fyrir mannréttindarsamtökin
Concern í London og sat einnig í stjórn fyrir hönd Q – félag hinsegin
stúdenta 2008-2009. Hef starfað við margt annað, m.a. sem verslunarstjóri
og rekstrarstjóri.
Sesselía María Morthensen
Sesselja er formaður Q – félags hinsegin stúdenta á starfsárinu 2009-2010 og hefur einnig komið að margskonar félagsstarfi utan hinsegin félaga. Hún hefur m.a. starfað sem varaformaður og ritari Maníu, geðverndarfélagi innan Háskóla Íslands á árunum 2007-2010 auk þess að hafa komið að starfi AUS – alþjóða ungmennaskipta og skipulagningu atburða á vegum Couchsurfing samfélagsins á Íslandi. Hún stundar nám í Sálfræði við Háskóla Íslands.Er 26 ára nemi í sálfræði við HÍ og stefni á að útskrifast vorið 2010. Hef
unnið fyrir Amnesty International á Íslandi, fyrir mannréttindarsamtökin
Concern í London og sat einnig í stjórn fyrir hönd Q – félag hinsegin
stúdenta 2008-2009. Hef starfað við margt annað, m.a. sem verslunarstjóri
og rekstrarstjóri.
Steinunn Þórsdóttir
Er 26 ára nemi í umhverfis-og byggingarverkfræði í Háskóla Íslands og
samhliða náminu kenni ég stærðfræði í MR. Hef margvíslega starfsreynslu
fyrir utan kennsluna og vinnu á verkfræðistofu, var t.d. verslunarstjóri í
2 ár og þjónn í mörg ár. Hef ekkert komið að starfi Samtakanna ’78, en hef
áhuga á að breyta því og sitja í trúnaðarráði.
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson
Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, 22 ára (f.1987), hefur B.S. gráðu í íþrótta- og heilsufræðum og stundar nú nám í svæða- og viðbragðsmeðferð, ásamt því að starfa sjálfstætt við þjálfun og heilsueflingu.
Vilhjálmur hefur mikla reynslu af félagstörfum, helst innan nemenda- og íþróttafélaga. Vilhjálmur hefur gegnt stöðu annars tveggja þjálfara knattspyrnudeildar Íþr. Styrmis frá hausti 2009.
Þóroddur Þórarinsson
Þóroddur Þórarinssson, fæddist á Ísafirði fyrir 50 árum.
Þroskaþjálfi að mennt og starfar sem forstöðuþroskaþjálfi í Breiðholtinu.
Félagsstörf.
Sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum, 1993 – 1996.
Símaráðgjafi hjá S-78, 1994 – 1996 ásamt að taka einstaka bókasafnsvakt.
Í laganefnd Þroskaþjálfafélags Íslands, 1996 – 1998,
Í stjórn Þroskaþjálfafélags Íslands 1997 – 2003, þar af varaformaður 1998 – 2003.
Í trúnaðarmannaráði Þroskaþjálfafélags Íslands, 2003 – 2005.
Aftur varaformnaður Þroskaþjálfafélags Íslands, 2005 – 2009.
Í samninganefnd Þroskaþjálfafélags Íslands, 1996 – 2009.
Í stjórn BHM, 2002 – 2008, þar af gjaldkeri 2006 – 2008.
Í jafnréttisnefnd BHM, 2006 – 2009.
Í uppstillinganefnd BHM vorið 2008 og aftur 2010.
Byrjaði að taka bókasafnsvaktir haustið 2009 og er enn þar.
Er hættur þátttöku í stéttarfélagsstörfum og hef því nú tíma, orku og reynslu til að taka þátt í starfi S- 78.
Þorvaldur Skúli Björnsson
Ég heiti Þorvaldur Skúli Björnsson og gef kost á mér til starfa í trúnaðarráði Samtakanna 78 fyrir starfsárið 2010-2011. Ég er 26 ára Reykvíkingur í aðra og austfirðingur í hina röndina, og hef á síðustu árum tekið virkan þátt í félagslífi samkynhneigðra á vettvangi Íþróttafélagsins Styrmis. Sat ég í stjórn félagsins síðastliðið ár og tók þátt í að undirbúa og skipuleggja viðburði á borð við alþjóðlegt fótboltamót samkynhneigðra í Reykjavík og okkar eigin keppnisferða erlendis. Öll sú vinna var unnin í sjálfboðaliðastarfi og núna í kreppunni þurfum við enn meira en áður að byggja á því frekar en styrkjum sem eru afar torsóttir um þessar mundir. Ég er tilbúinn að leggja mitt af mörkum fyrir okkur öll.
Framboð til skoðunarmanna ársreikninga (skoðunarmenn eru tveir):
Svavar G. Jónsson
Hef verið á vettvangi Samtakanna 78 síðan 2003, er fulltrúi í fráfarandi trúnaðarráði, kjörinn skoðunarmaður reikninga félagsins til nokkura ára. Legg félaginu krafta mína öðru hvoru við þjónustu í Regnbogasalnum. Starfaði með Hinsegin dögum í Reykjavík í nokkur árma. sem öryggisstjóri, félagi í MSC, varaformaður HIV Ísland. Langur ferill félagsmála bæði í áhugmanna félögum margskonar og stéttarfélögum. Nám í skrifstofu og bókhaldstækni 1996 og starfað við bókhald og uppgjör ársreikninga síðan sem aukavinnu. Hef starfað ma. sem lögreglumaður, þjónustustjóri öryggisgæslu, gæslumaður stjórnrráðsbygginga og starfa nú sem prófdómari í ökuprófum.
Sigurjón Guðmundsson
Sigurjón Guðmundsson, bankastarfsmaður til 30 ára, hefur verið virkur í starfi Samtakanna 78 frá haustinu 1994 og gegnt starfi félagslega kjörins skoðunarmanns reikninga síðan 1997. Hann hefur einnig starfað innan trúarhóps Samtakanna ( Á.S.T.) sem og Bókasafnshópsins.
Kynningartexti nokkurra frambjóðenda hefur ekki enn borist en verður birtur um leið og hann skilar sér til okkar.