Á flokksþingi Framsóknarmanna er lauk um síðustu helgi var eftirfarandi ályktun um hjónabandslöggjöfina samþykkt mótatkvæðalaust: “Mikilvægt er að samkynhneigðir njóti réttinda til jafns við aðra í samfélaginu. Rétt er að löggjöfin endurspegli ekki aðgreining gagnvart þeim. Því skal hafa eina hjónabandslöggjöf í landinu sem gildir fyrir alla”.
Á flokksþingi Framsóknarmanna er lauk um síðustu helgi var eftirfarandi ályktun um hjónabandslöggjöfina samþykkt mótatkvæðalaust:
“Mikilvægt er að samkynhneigðir njóti réttinda til jafns við aðra í samfélaginu. Rétt er að löggjöfin endurspegli ekki aðgreining gagnvart þeim. Því skal hafa eina hjónabandslöggjöf í landinu sem gildir fyrir alla”.
Það er ánægjulegt að sjá að framsóknarmenn styðja málflutning Samtakanna ´78 heilshugar. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.