Skip to main content
Uncategorized

Fundarsköp

By 17. mars, 2009No Comments

1.  Setning fundar 

1.1.  Formaður, eða varaformaður í fjarveru hans, setur fund, skipar fundarstjóra og ritara í upphafi fundar. 
1.2.  Þegar eftir fundarsetningu kynnir fundarstjóri áður boðaða dagskrá. Skylt er fundarstjóra að bæta á hana þeim málum sem fundarmenn óska að rædd séu og í þeirri röð sem þau koma fram undir liðnum Önnur mál.

2.  Við stjórnun funda skal fundarstjóri: 

2.1.  Rita nöfn manna á mælendaskrá jafnóðum og þeir biðja um orðið og veita þeim orðið í sömu röð. 
2.2.  Ákvarða tímamörk fundar og með samþykki fundarins einnig þá tímalengd sem hverju einstöku máli er veitt ef þörf þykir. 
2.3.  Afmarka eða stytta ræðutíma með fundarsamþykkt ef þörf þykir, enda gangi það jafnt yfir alla ræðumenn. 
2.4.  Ef þörf þykir, veita orðið aðeins þrisvar sinnum sama ræðumanni um hvert mál á sama fundi. 
2.5.  Áminna ræðumenn um að halda sér við málefni það sem til umræðu er og taka orðið af ræðumanni ef tvær áminningar hafa reynst árangurslausar. 
2.6.  Eftir gefna áminningu að víkja þeim af fundi sem valda truflun á fundi með framíköllum.

3.  Eðli og meðferð tillagna 

Um eðli tillagna skal farið samkvæmt eftirfarandi skýringu: 

 1. Aðaltillaga er sú sem fyrst kemur fram og merkir málefni það sem til umræðu er.
 2. Viðaukatillaga sem er beint framhald af aðaltillögu.
 3. Breytingatillaga sem breytir að einhverju leyti þeirri tillögu sem hún á við.
 4. Varatillaga sem tillögumaður hefur til vara ef tillaga hans fellur.

4.  Allar tillögur skulu vera skriflegar.

Fundarstjóri skal lesa upp tillögur í þeirri röð sem honum berast þær næst þegar skiptir um ræðumann. Tillögur eða fyrirspurnir sem ekki snerta yfirstandandi málefni skulu bætast aftan við dagskrána sem sérstök mál nema þær varði breytingu á dagskránni. Þá skal taka þær fyrir sem næsta mál.

5.  Tillögur skal bera upp í þessari röð: 

 1. Dagskrártillögur, þar með taldar frávísunartillögur.
 2. Breytingatillögur, í þeirri röð sem þær hafa borist, breytingatillögur við breytingatillögu þó á undan tilsvarandi breytingatillögu.
 3. Viðaukatillögu.
 4. Aðaltillögu.
 5. Varatillögu, að fallinni aðaltillögu frá sama manni.
 6. Tillögu sem tekin er aftur má annar fundarmaður bera upp á sama fundi. Fellda tillögu má ekki bera upp að nýju á sama fundi. Fundarstjóri má ekki mæla með eða móti tillögu úr fundarstjórasæti.
 7. Tillögu skal, við næsta umræðuhlé, bera upp umræðulaust, ef hún snertir:   Takmörkun ræðutíma , Umræðuslit, Fundarslit
 8. Atkvæðagreiðsla:
  8.1.  Atkvæðagreiðsla fer fram með handauppréttingu. Skrifleg atkvæðagreiðsla fer fram ef einn eða fleiri fundarmenn óska þess. 
  8.2.  Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum nema um annað sé kveðið í félagslögum um einstök mál. Tillaga telst fallin ef atkvæði falla jafnt.

Leave a Reply