Fimmtudaginn 26.maí næstkomandi ætlar að hittast hópur sem hyggst beita sér í mannréttindamálum víðsvegar um heiminn.
Hugsunin er að stofna hóp sem við getum svo kallað nefnd, sem samanstendur af tveimur meðlimum úr trúnaðarráði ásamt Hilmari sem sérfræðingi í ILGA og því tengdu, ásamt Önnu Jonnu Ármanssdóttur mannréttindafulltrúa stjórnar S’78 og jafnvel fleirum ef svo ber undir. Allir sem hafa áhuga á mannréttindamálum eru velkomnir á fundinn.
Það er von stjórnar S’78, að þessi hópur geti síðan endurreist Verndarvættirnar, sem hafa legið í dvala síðustu þrjú árin eða svo.
Fyrir liggur málið um stöðu hinsegin fólks í Úganda og álíka ríkjum. En á fundinum er ætlunin að komast að samkomulagi um samstarfsformið og fleira.
Fundurinn verður haldinn í Regnbogasal Samtakanna ’78, húsið opnar klukkan 20 og hefst fundurinn fljótlega eftir það