Skip to main content
Almennt

Gleðilegt nýtt ár 2018

By 1. janúar, 2018maí 27th, 2020No Comments

Samtökin '78 óska öllum félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með von um að árið 2018 verði blómlegt og gæfuríkt.

Samtökin '78 minna á þjónustu sína á nýju ári:

Ráðgjöf: Hægt er að bóka tíma í fría ráðgjöf í gegnum skrifstofa@samtokin78.is, við hvetjum öll þau sem kunna að þurfa á ráðgjöf að halda að bóka tíma.

Fræðsla: Samtökin '78 sinna fræðslustarfi í skólum landsins, á öllum skólastigum, sem og í fyrirtækjum og hjá öðrum félagasamtökum. Fræðslu má panta í gegnum netfangið fraedsla@samtokin78.is

Félagsmiðstöð fyrir unglinga: Samtökin '78 í samvinnu við Tjörnina félagsmiðstöð reka saman hinsegin félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Öll ungmenni á aldrinum 13-17 ára eru hjartanlega velkomin til okkar öll þriðjudagskvöld kl. 19.30, tekið er vel á móti öllum.

Félagsheimili: Sjálfboðaliðar Samtakanna '78 standa fyrir fjölmörgum viðburðum allt árið um kring. Opin hús öll fimmtudagskvöld frá kl. 20, alþjóðakvöld á miðvikudögum, bókmenntaklúbbur og fleira er í boði. Endilega hringdu í síma 552-7878 til að kynna þér betur félagslíf Samtakanna.

Skrifstofa: Skrifstofan sinnir öllum daglegum rekstri. Hún er opin alla virka daga frá 13-16 en hægt er að senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is hvenær sem er.

Leave a Reply