Skip to main content
Fréttir

Gott fyrir sjálfstraustið

By 12. febrúar, 2009No Comments

Jón Örvar Gestsson er meðlimur í sundliði Styrmis, fyrsta íslenska sundliðinu sem eingöngu er skipað samkynhneigðum. Hann stefnir á þátttöku í World Outgames, alþjóðaleikum samkynhneigðra, á árinu. “Ég er búinn að vera að þessu síðan í september á síðasta ári og hef á þeim tíma eignast fullt af góðum vinum, enda félagsskapurinn alveg frábær,” segir háskólaneminn Jón Örvar.

Jón Örvar Gestsson er meðlimur í sundliði Styrmis, fyrsta íslenska sundliðinu sem eingöngu er skipað samkynhneigðum. Hann stefnir á þátttöku í World Outgames, alþjóðaleikum samkynhneigðra, á árinu.
“Ég er búinn að vera að þessu síðan í september á síðasta ári og hef á þeim tíma eignast fullt af góðum vinum, enda félagsskapurinn alveg frábær,” segir háskólaneminn Jón Örvar.

“Ég er búinn að vera að þessu síðan í september á síðasta ári og hef á þeim tíma eignast fullt af góðum vinum, enda félagsskapurinn alveg frábær,” segir háskólaneminn Jón Örvar Gestsson, sem er í sundliði Styrmis, fyrsta íslenska sundfélaginu sem eingöngu er skipað samkynhneigðum.

Jón Örvar, sem er 24 ára, segist hafa æft sund og frjálsar íþróttir lengi framan af en svo hafi hann líkt og margir flosnað upp úr þeim á unglingsárunum. Hann hafi svo tekið upp þráðinn eftir að hafa komist í kynni við strákaliðið Styrmi, fótboltalið sem var stofnað árið 2006 til að hvetja samkynhneigða karlmenn til íþróttaþátttöku, og síðan gerst meðlimur í sundfélagi þess sem var stofnað í september árið 2008.

En af hverju er þörf á sundfélagi sem er sérstaklega ætlað samkynhneigðum? “Það er gott að finna fyrir stuðningi, hann eflir sjálfstraustið,” útskýrir Jón Örvar og bætir við: “Síðan var þetta leið fyrir mig til að kynnast samkynhneigðu fólki á öðrum grundvelli en í námi eða á djamminu. Þar fyrir utan er sund bara mjög skemmtileg íþrótt sem tekur á öllum vöðvum og heldur manni í góðu andlegu og líkamlegu formi.”

Hópurinn, sem í er allt að átján manns frá tvítugu upp í 35 ára, æfir tvisvar sinnum í viku í Laugardalslauginni undir stjórn þaulvanrar sundkonu sem er jafnframt enn sem komið er eina stúlkan í liðinu. Að sögn Jóns Örvars er fullt tillit tekið til getu hvers og eins, þar sem allir fá ráðleggingar um hvernig þeir geti bætt sig og er fjölbreytnin höfð í fyrirrúmi. Þótt aðalmálið sé að hafa gaman af ætlar liðið engu að síður að taka þátt í World Outgames, alþjóðlegum íþróttaleikum samkynhneigðra, sem fara fram í Kaupmannahöfn dagana 25. júlí til 2. ágúst á þessu ári. Jón Örvar ætlar ekki að láta sitt eftir liggja.

“Ég ætla að skella mér út, en við ætlum að fjölga æfingum fram að leikunum til að vera vel undirbúin. Það er gott að fá tækifæri til að keppa og svo er fínt að sjá og upplifa hversu áberandi samkynhneigðir eru í íþróttum um allan heim. Við eigum líka ágætismöguleika á að ná langt þar sem gott fólk skipar liðið, þótt aðalmálið sé að taka þátt.”roald

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. janúar 2009

Leave a Reply