Skip to main content
FréttirTilkynning

Götulokanir við Suðurgötu 3

By 24. október, 2024No Comments

Samtökin ’78 vekja athygli á að göturnar Vonarstræti og Tjarnargata, sem liggja við og samsíða Suðurgötu verða lokaðar allri umferð, bæði gangandi vegfarenda sem og ökutækja, dagana 28. – 30. október. Þetta er tilkomið vegna þings Norðurlandaráðs sem hefst 27. október. Frekari upplýsinga er hægt að leita á vef Lögreglunnar og þessum upplýsingavef um Norðurlandaráðsþing.

Þau sem sækja ráðgjöf, stuðningshópa, félagsmiðstöð og aðra þjónustu til Samtakanna ’78 eru vinsamlegast beðin um að hafa lokanir í huga.

Í miðborg Reykjavíkur verður Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu. Templarasund og Kirkjustræti frá Pósthússtræti verður einnig lokað, auk þess sem Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað.Bílastæðahúsi við Ráðhús Reykjavíkur verður lokað fyrir allri umferð en Tjarnargata frá Skothúsvegi verður opin að Tjarnargötu 14, þar sem tvístefnuakstur verður um opna hlutann á Tjarnargötu. Bílastæðahúsinu verður lokað mánudaginn 28. október kl. 8:00 og götulokanir taka gildi á sama tíma. Lokunum verður aflétt á miðvikudeginum 30. október kl. 16:00.

Vonarstræti lokað milli Lækjargötu og Suðurgötu, Tjarnargötu á milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis verður lokað.