Samtökin ´78 óska eftir sjálfboðaliðum til að starfa með ungliðum sínum. Ungliðarnir eru á aldrinum 13-17 ára og hittast öll þriðjudagskvöld í félagsmiðstöð sem Samtökin ´78 reka í samvinnu við frístundamiðstöð miðborgar, Hlíða og vesturbæjar.
Hefur þú þessa eiginleika?
Drífandi og hress
Hefur mikla færni í mannlegum samskiptum
Hefur áhuga á að vinna með unglingum
Ert að lágmarki 23 ára
Getur byrjað sem fyrst og skuldbundið þig til að vinna að minnsta kosti þriðja hvert þriðjudagskvöld í vetur
Hefur reynslu af starfi með unglingum (kostur en ekki skilyrði)
Ert hinsegin (kostur en ekki skilyrði). Hinsegin sjálfboðaliðar eru mikilvæg fyrirmynd fyrir unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref sem hinsegin.
Ef þú uppfyllir þessi skilyrði þá þætti okkur gaman að heyra frá þér. Hjá Samtökunum ´78 starfa um 40 sjálfboðaliðar. Sjálfboðið starf hjá okkur er kjörið tækifæri til að öðlast reynslu af hinsegin málefnum, félagsstarfi og kynnast skemmtilegu fólki!
Umsóknir með upplýsingar um þá reynslu og hæfileika sem koma að gagni í starfinu skulu sendar á skrifstofa@samtokin 78.is fyrir 16. ágúst næstkomandi.