Þetta er í þriðja sinn sem námskeiðið er í boði og þátttakendur hafa verið mjög ánægðir. Hér eru ummæli frá einum þátttakenda:
Heilsa og styrkur kom til mín á hárréttum tíma. Það var stressandi að hreyfa sig því ég kunni það ekki, en þarna var mögulega einhver byrjunarpunktur. Og svo sannarlega. Þetta yndislega fólk tekur manni nákvæmlega eins og maður er, og gefur hverju og einu ráðgjöf þar sem það er. Notaleg líkamsrækt og fræðsla? Þetta er það.
Námskeiðið verður einu sinni í viku fram að páskum og Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og Vilhjálmur Ósk íþrótta- og heilsufræðingur og fræðari hjá Samtökunum ’78 munu halda utan um námskeiðið. Einhverjir gestir munu einnig koma og vera með einstaka erindi og/eða taka þátt í spjalli með hópnum. Komið er til móts við þátttakendur og öll hreyfing og ráðgjöf tengd hreyfingu og andlegri líðan verður í samræmi við þarfir þátttakenda.
Æfingar munu að miklu leyti fara fram utandyra ef veður leyfir. Einnig er í boði að fá áhugahvetjandi samtal hjá Ragnheiði sjúkraþjálfara á meðan á námskeiði stendur. Viljálmur Ósk mun halda utan um sálrænan stuðning, hvatningu og aðra fræðslu. Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku í námskeiðinu. Námskeiðið verður alltaf á fimmtudögum kl. 17.00 – 19.00. Í tímunum verður boðið upp á hreyfingu, fræðslu, hvatningu og spjall. Námskeiðið verður í húsnæði Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3.
Til að skrá sig á námskeiðið og/eða fá frekari upplýsingar sendið póst á siggabirna@samtokin78.is. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 16. janúar kl. 17.00 en opið verður fyrir nýskráningar út janúar.
//
The Health and Strength course is returning to Samtökin ’78, a health-promoting course for adult queer people who refrain from seeking exercise and/or health-promoting services elsewhere for various reasons.
This is the third time the course has been offered and the participants have been very satisfied. Here are comments from one of the participants:
Health and Strength came to me at the right time. It was stressful to exercise because I didn’t know how, but there was possibly a starting point there. And indeed. These wonderful people accept you exactly as you are, and give each and every one advice where they are. Comfortable exercise and education? This is it.
The course will be held once a week until Easter and Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir, physiotherapist, and Vilhjálmur Ósk, sports and health expert and educator at Samtökin ’78, will manage the course. Guests will also come and give individual talks and/or participate in a chat with the group. Participants are accommodated and all exercise and advice related to exercise and mental well-being will be in accordance with the needs of the participants.
Exercises will largely take place outdoors if the weather permits. It is also possible to receive an inspiring conversation with Ragnheiður, a physiotherapist, during the course. Viljálmur Ósk will provide psychological support, encouragement and other education. There is no fee for participation in the course. The course will always be on Thursdays at 5:00 PM – 7:00 PM. During the classes, exercise, education, encouragement and chat will be offered. The course will be held at the premises of Samtökin ’78 at Suðurgata 3.
To register for the course and/or receive further information, send an email to siggabirna@samtokin78.is. The course begins on Thursday, January 16 at 17.00 but will be open for new registrations until the end of January.