Skip to main content
FréttirUngmennastarf

Hinsegin landsmót Samfés 2025

[English below]

 

Helgina 4.-6.apríl hélt Samfés í þriðja sinn Hinsegin landsmót. Að skipulagi komu fulltrúar hinsegin félagsmiðstöðva víða á landinu, til að mynda Hinsegin Félak á Akureyri, hinsegin félagsmiðstöðin á Grundarfirði og af höfuðborgarsvæðinu.

Landsmótið fór fram að Reykjum, Hrútafirði og sóttu um 90 ungmenni á aldrinum 13-15 ára viðburðinn. Dagskráin var flott og öll gátu sótt eitthvað við sitt hæfi. Hægt var að sækja dragsmiðju, listasmiðju, skartgripagerð, crepesgerð, dungeons and dragons spil og límmiðagerð, svo eitthvað sé nefnt. Á laugardagskvöldi var ball og aðrar tómstundir í boði svo sem borðtennis og spil.

Bergrún skrifstofustjóri og Kristmundur fræðari voru gestir landsmótsins og kynntu starfsemi Samtakanna ‘78, auk þess sem Kristmundur hélt utan um eina smiðju með ungmennunum.

Á sunnudag var landsþing, þar sem ungmennin ræddu í hópum málefni sem standa þeim nærri.  Ungmennin áttu mjög góðar og mikilvægar umræður þar sem unnið var með lausnamiðaða nálgun og til að mynda rætt hvað væri best við að vera hinsegin.

Við óskum Samfés og verkefnastjórum Hinsegin Landsmóts innilega til hamingju með framkvæmdina og þökkum fyrir okkur.

//

On the weekend of April 4-6th, Samfés held its third Hinsegin Landsmót, or Queer national convention. The event was organized by representatives of queer youth centers around the country, queer youth centers in Akureyri, Grundarfjörður, and the capital area.

The Landsmót took place in Reykir, Hrútafjörður, and about 90 young people aged 13-15 attended the event. The program was great and everyone was able to attend something to their liking. It was possible to attend a drag workshop, an art workshop, jewelry making, crepe making, dungeons and dragons games and sticker making, to name a few. On Saturday evening, there was a ball and other leisure activities such as table tennis and cards.

Bergrún, office manager, and Kristmundur, educator, were guests at the Landsmót and introduced the activities of Samtökin ‘78, in addition to Kristmundur hosting a workshop with the young people about queer matters.

On Sunday, there was a national conference, where the young people discussed in groups issues that are close to their hearts. The young people had very good and important discussions where they worked with a solution-oriented approach and, for example, discussed what was best about being queer.

Samtökin congratulate Samfés and the project managers of the Hinsegin Landsmót on the implementation and thank them for inviting us to join them.