Skip to main content

Dagana 20. – 22. maí 2022 hélt stjórn og starfsfólk Samtakanna ‘78 til Oslóborgar í Noregi. Ferðin var farin í þeim tilgangi að sitja fyrstu samnorrænu hinsegin ráðstefnuna, LGBTI+ Nordic. Saman voru komin hinsegin félög frá Noregi, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð, Grænlandi, Álandseyjum og Íslandi. Fulltrúar Íslands, ásamt Samtökunum ‘78, voru Trans Ísland, Intersex Ísland og Hinsegin dagar í Reykjavík. 

Markmið ráðstefnunnar var að koma saman, mynda tengsl og læra af hvoru öðru. Fulltrúar Íslands sátu pallborðsumræður um heilbrigðisþjónustu transfólks, málefni hinsegin fólks í dreifbýli, baráttu fyrir réttindum intersex fólks, hinsegin alþjóðasamvinnu og trúmál og hinsegin fólk en fjölmörg önnur málefni voru rædd. 

Samtökin ‘78 eru spennt fyrir framhaldinu og hlakka til norræns samstarfs á komandi árum. 

 

Á mynd eru, frá vinstri, Tótla fræðslustýra Samtakanna ’78, Ragnar Veigar frá Hinsegin dögum í Reykjavík, Odin starfsnemi Samtakanna ’78, Kitty Anderson frá Intersex Ísland, Þórhildur alþjóðafulltrúi Samtakanna ’78, Bjarndís Helga varaformaður Samtakanna ’78, Sigríður Birna ráðgjafi Samtakanna ’78, Daníel framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, Sigurgeir Ingi kynningar- og viðburðarstýri Samtakanna ’78, í neðri röð: Viima Lampinen formaður Trans Íslands, Ólöf Bjarki varaformaður Trans Íslands, Brét frá Intersex Ísland, Mars gjaldkeri Samtakanna ’78 og Bergrún skrifstofustjóri Samtakanna ’78. Á myndina vantar Veru, ritara Samtakanna ’78.