Skip to main content
Uncategorized

Hugrakkasti riddarinn

By 13. apríl, 2016No Comments

Hugrakkasti riddarinn er teiknimynd sem segir frá Cedrik riddara sem elst upp á fremur dauflegu graskersræktarbúi en lendir síðar í ýmsum ævintýrum. Sagan er að sjálfsögðu með fallegu hinsegin ívafi og er tilvalin til að vekja upp umræður við börn um hvað það er að vera hinsegin. 

Það er hinsegin börnum og ungmennum afar nauðsynlegt að geta speglað sjálf sig í menningunni. Teiknimynd sem sýnir hinsegin veruleika getur verið afar dýrmætt vegnesti fyrir börn sem síðar munu átta sig á því að þau eru hinsegin. 

Við hvetjum heimili og skóla til að nýta sér þessa teiknimynd til að opna á umræður um kynhneigð. Sagan er sögð í bundnu máli og hentar því sérlega vel í íslensku- og bókmenntafræðikennslu auk lífsleikni- og samfélagsfræðigreina. 

Með þessari útgáfu vilja Samtökin ´78 bregðast við skorti á íslensku barnaefni sem fjallar um hinsegin veruleika. Er það ætlun okkar að halda áfram á þessari vegferð og finna fleira sambærilegt barnaefni sem fjallar um fjölbreytileika hinsegin veruleika, t.d. trans, lesbíur, tvíkynhneigð og intersex. 

Við þökkum Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar kærlega fyrir að styrkja verkefnið, Veturliða Guðnasyni fyrir þýðinga, Stúdíó Sýrlandi fyrir talsetningu og Daniel Errico höfundi sem gaf Samtökunum ´78 afnotarétt af verkinu. 

 

Leave a Reply