Skip to main content
Uncategorized

Hvað er HIV?

By 28. febrúar, 2009No Comments

HIV (Human Immunodeficiency Virus) er veira sem berst milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði og brýtur niður ónæmiskerfi* líkamans á löngum tíma. Einstaklingar með HIV verða venjulega ekki veikir fyrstu árin eftir að þeir smitast, en smám saman vinnur veiran á vörnum líkamans og skemmir ónæmiskerfið. Þeir sem eru smitaðir af HIV eru alltaf með veiruna í líkamanum og geta smitað aðra það sem eftir er ævinnar (texti fengin frá HIV-Ísland, www.hiv-island.is)

HIV getur smitast frá karli til konu, frá konu til karls og frá karli til karls. Meiri líkur eru á smiti ef annar eða báðir aðilar hafa aðra kynsjúkdóma. Munnmök geta líka valdið smiti, það er að segja ef snerting verður á milli kynfæra og munns/tungu. Þetta á sérstaklega við ef rispur eða sár eru í munni eða á kynfærum.

HIV smit getur átt sér stað:

  • við óvarðar samfarir konu og karls eða tveggja karla.
  • við beina snertingu við veiruna í gegnum blóð, sæði eða leggangaslím,
  • við deilingu sprautunála sem eru mengaðar af HIV,
  • við blóðgjöf, ef blóðið er sýkt af HIV.
  • frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða brjóstagjöf. 

HIV smitast ekki við venjulega umgengni:

  • Í gegnum heilbrigða húð
  • Með lofti og vatni. 
  • Með flugnabiti. 
  • Með mat og drykk. 
  • Með glösum, diskum og þess háttar. 
  • Með sængum, handklæðum og þess háttar. 
  • Af salernissetum eða baðkörum. 
  • Með kossum. 
  • Með hnerrum og hósta. 
  • Með svita. 
  • Með hori og tárum.
  • Með handabandi.

Heimild: HIV-Ísland, www.hiv-island.is

Leave a Reply