Skip to main content
search
Uncategorized

Hvað er kynvitund?

By 16. október, 2015No Comments

Kynvitund segir til um hvernig við viljum lifa og vera í okkar kyni. Kynvitund hefur ekki með kynfæri, líffræði eða útlit að gera, heldur með upplifun okkar af eigin kyni. Sumt fólk upplifir sig sem karla, sumt upplifir sig sem konur, sumt upplifir sig sem blöndu af hvoru tveggja, annað upplifir sig hvorki sem konu né karl. Sumt fólk fer í aðgerðir eða tekur inn hormón til að breyta líkama sínum og útliti og þannig samræma það við kynvitund sína. Annað fólk vill ekki fara í slíkar aðgerðir.

Sís-kynjun fólk sem býr yfir kynvitund og/eða kyneinkennum sem samræmast kyninu sem því var úthlutað við fæðingu(er hvorki trans né intersex)

Trans kona er kona sem var úthlutað karlkyni við fæðingu

Trans karl er karl sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu

Kynleiðrétting ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum til að samræma líkama sinn og kynvitund

Trans er regnhlífarheiti yfir fólk sem fer út fyrir það sem er talið hefðbundið kyn, þar undir eru trans karlar og trans konur, fólk sem fer í aðgerðir, fólk sem vill ekki aðgerðir, fólk sem vill hvorki skilgreina sig sem konu né karl, eða vill blöndu af báðu.

Miklir fordómar ríkja í garð trans fólks og er mjög mikilvægt að spyrja ef þú ert óviss um nöfn og fornöfn. Trans fólk fær oft óviðeigandi spurningar en það er mikilvægt að gera ekki ráð fyrir að trans fólk vilji endilega ræða um kyn sitt, líkama eða kynjafortíð. Vertu opin/n fyrir því að kyn er ekki alltaf eins hjá öllum, það er engin ein uppskrift að kyni og ekkert rétt eða rangt þegar kemur að kyni!

Leave a Reply