Skip to main content
Uncategorized

Ég þori ekki að segja mínum nánustu frá kynhneigð minni, hvað get ég gert?

By 12. maí, 2004No Comments

Við mælum með því að þú pantir viðtal hjá félagsráðgjafa í Samtökunum '78 en þeir hafa mikla reynslu í því að ræða við samkynhneigða í sömu stöðu og þú ert.  Viðtal við ráðgjafa hefur reynst mörgum vel og kærkomið tækifæri til að ræða við einhvern um tilfinningar sínar og aðstæður.  Boðið er upp á klukkutíma viðtal í 2-3 skipti í senn og eru viðtölin ókeypis.

Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa en hjá Samtökunum ’78 í síma 552 7878. Ráðgjöf sinna þær Elísabet Þorgeirsdóttir og Sigga Birna Valsdóttir.  Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skrifstofa@samtokin78.is

Leave a Reply