Jólaball Samtakanna ´78 verður einsog flestum er kunnugt á laugardaginn 18. desember. Ballið er haldið á Skólabrú (potturinn og pannan bak við Dómkirkjuna). Ballið byrjar klukkan 23:00 og verður DJ Skúli að þeyta skífum á efri hæðinni en í kjallaranum verður spiluð róleg tónlist svo fólk geti setið, spjallað og drukkið jólaölið sitt í ró og næði. Miðar eru seldir við innganginn og verður Mummi yfirsölumaður miðanna og honum til aðstoðar verður Kata ungmennafulltrúi. Ballinu líkur svo klukkan 03:00 um nóttina svo ekki koma of seint. Miðaverð er algjörlega í lágmarki og fer aðgangseyrinn óskiptur til Samtakanna ´78, félagsmenn fá miðann á 1000 krónur (nema þeir vilji borga meira) en þeir sem ekki hafa greitt félagsgjald til Samtakanna ´78 fyrir þetta ár greiða 1500 krónur (nema þeir vilji greiða meira).
Með Jólakveðju
Haukur Árni
Framkvæmda- og fræðslustjóri