Frettir Blaklið KMK er nú komið heim frá Amsterdam þar sem það tók þátt í árlegu Páskamóti, Easter Tournament. Sjötíu og sex lið frá tíu löndum tóku þátt í mótinu og voru þátttakendur ásamt vinkonum og mökum rétt rúmlega sex hundruð talsins. Gestgjafarnir voru íþróttaklúbbnum Netzo Amsterdam en í honum eru engöngu lesbíur og hommar sem æfa og keppa í blaki. Þeim í Netzo þótti mikið til þess koma að lið alla leið frá Íslandi skyldi skrá sig til leiks og tóku frábærlega á móti íslensku blakkonunum. Allar fengu þær gistingu hjá heimafólki sem sýndi mikinn hlýhug og gestrisni eins og Hollendingar eru þektir fyrir.
Fyrri keppnisdagur var laugardagur. Það var kappsfullt og ákveðið blaklið KMK sem átti fyrsta leik við breskar konur frá Norfolk strax um morguninn. Leikurinn var jafn á köflum en undir lokin seig KMK fram úr með góðu spili og miklum baráttuanda. Höfðu þær bresku á orði að það væri greinilega góður andi í íslenska liðinu en að íslensku stelpurnar væru ?svolítið grimmar?. Fögnuður íslenska liðsins var mikill við þessa góðu byrjun og mesti skjálftinn farinn úr liðinu. Næstu þrír leikir voru við þýsk og belgísk lið. Þau voru mjög álíka KMK að getu enda fór það svo að leikar skildu jafnir: KMK sigraði aðra hrinuna og andstæðingarnir hina. Það voru því glaðar íslenskar lesbíur sem skelltu sér í sturtu að loknum fyrsta keppnisdegi enda áttu þær talsverða möguleika á að komast í úrslit.
Fyrri leikur sunnudagsins var við efsta liðið í riðlinum og með sigri hefði KMK komist í úrslitin. Allt kom þó fyrir ekki og tap var staðreynd þrátt fyrir gríðarlega baráttu og glæsileg tilþrif. Betur gekk í seinni leiknum þar sem stelpurnar sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu örugglega. Þar með hafnaði liðið í þriðja sæti í sínum riðli.
Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næsta páskamót sem haldið verður í Belgíu. Þar er stefnan að sjálfsögðu sett á sigur. Samtökin ?78 óska blakliði KMK hjartanlega til hamingju með þennan glæsilegan árangur!
-HTS