Skip to main content
Fréttir

Stjórnmálafundur Samtakanna ´78

By 17. apríl, 2009No Comments

Næstkomandi mánudagskvöld, þann 20. apríl, verður haldinn kosningafundur í Regnbogasal Samtakanna ´78. Von er á góðum gestum frá þeim sjö flokkum sem bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Frambjóðendur munu halda stutta tölu, kynna stefnumál flokkanna og síðan svara fyrirspurnum úr sal. Á seinasta kosningfundi Samtakanna ´78 áttu sér stað líflegar og upplýsandi umræður.

Í ljósi þeirra ærnu úrlausnarefna sem nú eru til staðar í þjóðfélaginu má vera ljóst að þessi fundur verður eigi síður áhugaverður og hjálpar hann vonandi einhverjum félagsmönnum Samtakanna ´78 að gera upp við sig hvaða flokk þeir hyggist styðja í kosningum 25. apríl næstkomandi.
Þetta er einfaldlega viðburður sem enginn félagsmaður má láta fram hjá sér fara. Húsið opnar kl. 19:30 en formleg dagskrá hefst stundvíslega klukkan 20. Fundarstjóri verður Svanfríður Lárusdóttir.

Eftirfarandi frambjóðendur munu mæta á mánudaginn kemur:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,  1. sæti fyrir Vinstri – græna í Suðvesturkjördæmi
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, 4. sæti fyrir Sjálfstæðisflokk í Reykjavíkurkjördæmi -suður
Einar Skúlason, 2. sæti fyrir Framsóknarflokk í Reykjavíkurkjördæmi – suður
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, 4. sæti fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi – norður  

liljaeinar_skulaerla_osksteinunn_valdis

Ekki liggur enn fyrir hverjir munu mæta fyrir hönd Frjálslynda flokksins, Borgarahreyfingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar.

Leave a Reply