Almennur aðalfundur Hinsegin daga verður haldinn laugardaginn 24. febrúar þar sem tekin verða fyrir ný lög um félagið, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir beinni kosningu í stjórn félagsins og að einstaklingar geti gerst félagsmenn að Hinsegin dögum. Samstarfsnefnd, sem verið hefur aðal vettvangur skipulagningar Hinsegin daga, verður það áfram og verða fundir hennar áfram sem hingað til öllum opnir.
Hin nýju lög verða kynnt og rædd á fundi sem samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík boðar til á Laugavegi 3, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 21.
-Hinsegin dagar í Reykjavík